Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Streymi: Almar búinn að lesa í 18 tíma - Er með þvaglegg og næringu í æð

Alm­ar Steinn Atla­son, einnig þekkt­ur sem Alm­ar í kass­an­um, hef­ur set­ið við og les­ið upp úr bók sinni í um 18 klukku­stund­ir. Áð­ur en hann hóf lest­ur­inn var sett­ur upp hjá hon­um þvag­legg­ur og hann fær nær­ingu í æð. Upp­lest­ur­inn er í beinu streymi.

Almar , gjörningalistamaður og málari, hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu og hóf að lesa upp úr henni um klukkan 18 í gær, mánudag. Hann er enn við lestur og er kominn á þriðja og síðasta bindi sögunnar sem ber heitið Mold er bara mold. Gjörningurinn stendur yfir í Tjarnarbíói þar sem hægt er að bera Almar augum en upplesturinn hefur verið í beini streymi hér á Heimildinni síðan hann hófst.

Almar varð þjóðþekktur árið 2015 sem Almar í kassanum eftir að hann dvaldi nakinn í heila viku inni í glerkassa í Listaháskólanum.

Sameiginlegt útgáfuhóf Almars og Braga Páls Sigurðssonar hófst síðdegis í gær, en nýjasta skáldsaga Braga Páls heitir Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen. Þar tók hljómsveit Braga Páls, Dungeon Boyz, lagið, þá las Bragi Páll upp úr bók sinni og síðan hóf Almar lesturinn. 

„Þú heyrir kannski í honum hér í bakgrunninum,“ segir Snæbjörn Brynjarsson, leikhússtjóri Tjarnarbíós, þegar blaðamaður sló á þráðinn. Snæbjörn sagðist vera í sama rými og Almar, að fá sér kaffibolla og vinna við tölvu.

Uppleggið hafi verið að Almar tæki sér engar pásur frá lestrinum og myndi ekki fá sér að borða, en hann er með vatn hjá sér, auk þess sem Snæbjörn hefur fært honum kaffi. „Þetta hefur gengið mjög vel. Hann er einu sinni búinn að dotta í miðjum lestri en annars hefur hann haldið sér vakandi,“ segir hann.

Fjöldi fólks var viðstaddur þegar útgáfuhófið byrjað í gær en síðan þá hefur fólk litið við til að bera gjörninginn augum og hlýða á lesturinn. Snæbjörn segir Almar vera sýnilegan í gegn um glugga en Tjarnarbíó stendur við Tjarnargötu. Þá eru einnig hátalarnar þannig að upplesturinn heyrist út á götu. Túristar sem áttu leið í Ráðhúsið hafa heyrt óminn og komið inn til að sjá hvað væri að gerast í Tjarnarbíói. 

Snæbjörn segir að allt hafi gengið sinn vanagang í húsinu í gærkvöldi, þar hafi verið skúrað í dagslok og húsinu læst, en Almar haldið áfram að lesa, og nú er húsið aftur opið. „Fólk getur komið og fengið sér kaffibolla,“ segir hann.

Skáldsagan Mold er bara mold er í þremur bindum sem koma saman í kassa. Undirtitill verksins er Litla systir mín fjöldamorðinginn, og utan á kassanum er spurt: Er hægt að gerast fjöldamorðingi fyrir misskilning? 

Hlutarnir þrír kallast Með Venus í skriðdreka, Þindarlaus frásögn af erfiðum degi manns í Efra-Breiðholti, og Frelsið er takmarkað.

Almar er kominn á þriðja bindi og lýkur hann lestrinum þegar hann hefur klárað að lesa upp síðustu bókina. Hugmyndin var að hann yrði þarna að hámarki í sólarhring en reikna má að hann ljúki lestrinum síðdegis í dag.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár