Almennar spurningar:
- „Hann verður heimsþekktur,“ sagði fótboltaþjálfari Veils á dögunum um tvítugan íslenskan fótboltastrák sem spilar nú á Spáni. Hvað heitir ungi pilturinn?
- En hvað heitir höfuðborgin í Veils?
- Hvað heitir svo höfuðborgin í Egiftalandi?
- Í hvaða íslenskum firði er Málmey?
- Hver hyggst troða upp með jólagesti sína í síðasta sinn fyrir þessi jól?
- Hver var það sem kastaði fyllibyttum út en kogara á svörtum seldi öllum?
- Hvaða ríki í heiminum framleiðir áberandi mest af hveiti?
- En hvaða ríki skyldi vera í öðru sæti yfir hveitiframleiðendur?
- Og þá liggur beint við að spyrja: Hvaða ríki er í þriðja sæti?
- Hvaða íslenski kvikmyndaframleiðandi og leikstjóri kemur mest við sögu uppbyggingar kvikmyndavers í Gufunesi?
- Hildur Sverrisdóttir hefur verið þingmaður og raunar þingflokksformaður síðustu ár. Fyrir hvaða flokk?
- Árið 1976 stofnaði Steve Wozniak fyrirtæki í Bandaríkjunum við annan mann. Áratug síðar hætti Woznaik að mestu að starfa fyrir fyrirtækið en félagi hans lagði grunn að því að fyrirtækið yrði eitt hið þekktasta í heimi, og heitir ... hvað?
- Hvernig er slaufa Andrésínu Andar yfirleitt á litinn?
- Hver sagði, svo til orðrétt: „Fátæka hafið þið alltaf hjá ykkur, en mig hafið þið ekki alltaf.“
- Yersinia pestis heitir á latínu kvikindi eitt smávaxið. Kvikindið er fremur hrifið af mönnum en menn ættu hins vegar að forðast samskipti við það, enda getur það leitt til ... hvers?
Svör við myndaspurningum:
Á fyrri myndinni er skúmur. Á seinni myndinni er söngkonan Taylor Swift ung að árum.
Svör við almennum spurningum:
1. Orri Óskarsson. — 2. Cardiff. — 3. Kæró. — 4. Skagafirði. — 5. Björgvin Halldórsson. — 6. Hveitibjörn (í lagi Stuðmanna). — 7. Kína. — 8. Indland. — 9. Rússland. — 10. Baltasar Kormákur. — 11. Sjálfstæðisflokkinn. — 12. Apple. — 13. Bleik (en fjólublátt telst líka rétt). — 14. Jesús frá Nasaret. — 15. Svarta dauða.
Athugasemdir (3)