Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Rósa Björk segir málflutning Gunnars Smára popúlískan

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, fram­bjóð­andi Vinstri Grænna í Reykja­vík norð­ur, seg­ir að mál­flutn­ing­ur Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar sé til marks um po­púl­isma og for­tíð­ar­þrá.

Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, sem skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, var gestur Pressu ásamt Gunnari Smára Egilssyni, oddviti Sósíalista í sama kjördæmi.

„Ef þið skoðið hvað það er sem Alþingi afgreiðir þá er það meira og minna frumvörp sem oft eru samin af samtökum fyrirtækjaeigenda sem renna þar í gegn. Það er sáralítið sem hefur runnið í gegnum Alþingi á undanförnum árum og áratugum sem eru raunverulegar réttarbætur fyrir almenning. Ekkert í líkingu við það sem gerðist á síðustu öld.“

Þetta sagði Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalista í Reykjavík norður, í nýjasta þætti Pressu. Hann var þar viðmælandi Aðalsteins Kjartanssonar ásamt Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, sem skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í sama kjördæmi og hann. 

Gunnar Smári vill meina að inn á Alþingi vanti raunverulega rödd almennings og almannasamtaka. En Sósíalistar myndu ekki stjórna Íslandi í samræmi við kröfur svokallaðra hagaðila, svo sem stórútgerðarinnar. 

 Þetta virtist ekki leggjast vel í Rósu Björk sem sagði málflutning Gunnars Smára einkennast af fortíðarþrá, lýðskrumi og vanþekkingu á störfum þingsins.

Popúlismi á hægri og vinstri jöðrunum

„Það er ekki svo að þingið sem er löggjafarvaldið með kjörna fulltrúa sé bara undirlagt af fyrirtækjum sem semja frumvörp inn í þingið – og að Alþingi hafi ekki afgreitt nein frumvörp í þágu almennings núna síðustu árin. Ég held að þetta sé varasamur málflutningur þegar svona er talað. Það er verið að tala niður löggjafarvaldið.“

Rósa Björk segir það ábyrgðarlaust að tala sífellt um fortíðina. „Og vera alltaf að hjakka í einhverju Alþýðubandalagi og sovíeskri hugmyndafræði, heldur verðum við aðeins að fara fram á við og átta okkur á þeim áskorunum sem blasa við bæði í nútíð og framtíð.“

Hún segir að bæði á hægri og vinstri jöðrunum megi sjá popúlíska orðræðu sem sýni vanþekkingu á málefnunum. Sporna þurfi gegn þessu og draga úr skautun.

Aðalsteinn spurði hana þá hvort að hún beindi þar orðum sínum að Gunnari Smára þegar hún talaði um popúlíska orðræðu á jöðrunum. 

„Já, ég er að tala bæði vinstra og hægra megin. Það er popúlísk orðræða þegar farið er hér fram með málflutning um það að öll lagafrumvörp á Íslandi séu samin af fyrirtækjum.“

Horfa má á nýjasta þátt Pressu í heild sinni hér að neðan:

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég missi áhugann þegar farið er að flokka fólk í vinstri/hægri/poppúlista. Hvernig væri að ræða bara málefnin? Hér er málefnin; er Alþingi að þjóna hagsmunum fyrirtækja meira en hagsmunum almenning í lagasetningu? Var það eitthvað rætt?
    0
  • Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifaði
    Mér finnst Rósa Björk gera full lítið úr ráðherraræðinu á Íslandi og hversu veikt löggjafarvaldið og minnihlutinn er á Alþingi, bæði varðandi löggjafarvald og eftirlitshlutverk.

    Tvö dæmi sem hún hefði líklegast tekið ef VG væri núna í minnihluta hefðu verið hvernig umsagnir félagasamtaka og opinberra stofnana voru hunsaðar, í tilvikum nýju útlendingalaganna og leyfisveitinga sjókvíaeldis.

    Svo hefði hún kannski nefnt hvernig hagsmunaðilar geta/hafa komið í veg fyrir lagaumbætur, eða hvernig hagsmunaaðilar geta haft ráðandi áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, t.d. leyfisveitingu hvalveiða.

    Ætli maður sé ekki spenntur að sjá þau bæði í minnihluta og sjá hvernig hljómurinn þróast.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár