Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Rósa Björk segir málflutning Gunnars Smára popúlískan

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, fram­bjóð­andi Vinstri Grænna í Reykja­vík norð­ur, seg­ir að mál­flutn­ing­ur Gunn­ars Smára Eg­ils­son­ar sé til marks um po­púl­isma og for­tíð­ar­þrá.

Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, sem skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í Reykjavík norður, var gestur Pressu ásamt Gunnari Smára Egilssyni, oddviti Sósíalista í sama kjördæmi.

„Ef þið skoðið hvað það er sem Alþingi afgreiðir þá er það meira og minna frumvörp sem oft eru samin af samtökum fyrirtækjaeigenda sem renna þar í gegn. Það er sáralítið sem hefur runnið í gegnum Alþingi á undanförnum árum og áratugum sem eru raunverulegar réttarbætur fyrir almenning. Ekkert í líkingu við það sem gerðist á síðustu öld.“

Þetta sagði Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalista í Reykjavík norður, í nýjasta þætti Pressu. Hann var þar viðmælandi Aðalsteins Kjartanssonar ásamt Rósu Björk Brynj­ólfs­dótt­ur, sem skipar 2. sætið á lista Vinstri grænna í sama kjördæmi og hann. 

Gunnar Smári vill meina að inn á Alþingi vanti raunverulega rödd almennings og almannasamtaka. En Sósíalistar myndu ekki stjórna Íslandi í samræmi við kröfur svokallaðra hagaðila, svo sem stórútgerðarinnar. 

 Þetta virtist ekki leggjast vel í Rósu Björk sem sagði málflutning Gunnars Smára einkennast af fortíðarþrá, lýðskrumi og vanþekkingu á störfum þingsins.

Popúlismi á hægri og vinstri jöðrunum

„Það er ekki svo að þingið sem er löggjafarvaldið með kjörna fulltrúa sé bara undirlagt af fyrirtækjum sem semja frumvörp inn í þingið – og að Alþingi hafi ekki afgreitt nein frumvörp í þágu almennings núna síðustu árin. Ég held að þetta sé varasamur málflutningur þegar svona er talað. Það er verið að tala niður löggjafarvaldið.“

Rósa Björk segir það ábyrgðarlaust að tala sífellt um fortíðina. „Og vera alltaf að hjakka í einhverju Alþýðubandalagi og sovíeskri hugmyndafræði, heldur verðum við aðeins að fara fram á við og átta okkur á þeim áskorunum sem blasa við bæði í nútíð og framtíð.“

Hún segir að bæði á hægri og vinstri jöðrunum megi sjá popúlíska orðræðu sem sýni vanþekkingu á málefnunum. Sporna þurfi gegn þessu og draga úr skautun.

Aðalsteinn spurði hana þá hvort að hún beindi þar orðum sínum að Gunnari Smára þegar hún talaði um popúlíska orðræðu á jöðrunum. 

„Já, ég er að tala bæði vinstra og hægra megin. Það er popúlísk orðræða þegar farið er hér fram með málflutning um það að öll lagafrumvörp á Íslandi séu samin af fyrirtækjum.“

Horfa má á nýjasta þátt Pressu í heild sinni hér að neðan:

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Ég missi áhugann þegar farið er að flokka fólk í vinstri/hægri/poppúlista. Hvernig væri að ræða bara málefnin? Hér er málefnin; er Alþingi að þjóna hagsmunum fyrirtækja meira en hagsmunum almenning í lagasetningu? Var það eitthvað rætt?
    0
  • Kjartan Sveinn Guðmundsson skrifaði
    Mér finnst Rósa Björk gera full lítið úr ráðherraræðinu á Íslandi og hversu veikt löggjafarvaldið og minnihlutinn er á Alþingi, bæði varðandi löggjafarvald og eftirlitshlutverk.

    Tvö dæmi sem hún hefði líklegast tekið ef VG væri núna í minnihluta hefðu verið hvernig umsagnir félagasamtaka og opinberra stofnana voru hunsaðar, í tilvikum nýju útlendingalaganna og leyfisveitinga sjókvíaeldis.

    Svo hefði hún kannski nefnt hvernig hagsmunaðilar geta/hafa komið í veg fyrir lagaumbætur, eða hvernig hagsmunaaðilar geta haft ráðandi áhrif á stjórnvaldsákvarðanir, t.d. leyfisveitingu hvalveiða.

    Ætli maður sé ekki spenntur að sjá þau bæði í minnihluta og sjá hvernig hljómurinn þróast.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár