Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Sjálfstæðisflokkur næst stærstur hjá Gallup

Nýr þjóðar­púls frá Gallup sem bygg­ir á svör­um sem safn­að var 1.-14. nóv­em­ber sýn­ir Sjálf­stæð­is­flokk­inn stærri en bæði Við­reisn og Mið­flokk. Fylgi flokks­ins dal­ar þó frá síð­ustu mæl­ingu Gallup. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn mæl­ist stærri en Fram­sókn.

Sjálfstæðisflokkur næst stærstur hjá Gallup
Gallup Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd: Golli

Nýr þjóðarpúls Gallup sýnir töluvert aðra mynd en aðrar kannanir sem birst hafa í vikunni, en þar mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 16,4 prósenta fylgi, sem þó er samdráttur frá síðasta þjóðarpúlsi.

Einungis Samfylkingin mælist með meira fylgi í þessari Gallup, sem framkvæmd var dagana 1.-14. nóvember, en fylgi flokks Kristrúnar Frostadóttur mælist nú 20,4 prósent og dalar frá fyrri könnun. 

Á hæla Sjálfstæðisflokks koma Viðreisn og Miðflokkur, sem mælast með 15,5 og 14,3 prósenta fylgi. Þar á eftir kemur Flokkur fólksins, en 10,2 prósent segja að þau myndu kjósa flokkinn. 

Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,2 prósent fylgi í könnun Gallup, Framsókn 6 prósent og Píratar 5,5 prósent. Aðrir flokkar ná ekki fimm prósentum á landsvísu, en Vinstri græn mælast með 4,1 prósenta fylgi.

Könnun Gallup var framkvæmd dagana 1.–14. nóvember. Heildarúrtak var 4.802 og þátttökuhlutfall 48,0 prósent.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu