Á undanförnum þrettán árum hafa möguleikar fólks til þess að komast af leigumarkaði með því að festa kaup á eigin húsnæði tekið litlum sem engum breytingum.
Sé miðað við 15 prósenta útborgun í húsnæði tæki það um það bil tíu ár fyrir sjálfstætt foreldri í láglaunastarfi að safna fyrir útborgun á húsnæði. Niðurstöðurnar eru sérstaklega sláandi í ljósi þess að þessi ár einkenndust af örum hagvexti.
Þetta kemur fram í nýlegri grein sem Már Wolfgang Mixa, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og Kristín Erla Tryggvadóttir viðskiptafræðingur birtu nýlega í erlendu fræðitímariti.
Hlutdeildarlánin gera húsnæðiskaup raunhæft markmið
Í greininni var einnig reiknað út hversu langan tíma það tæki leigjendur að safna fyrir útborgun ef þeir tækju hlutdeildarlán þar sem gerð …
með byggingu verkamannabústaðanna við Hringbraut?