Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar vinurinn lést

„Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði aldrei haft það betra. Þú verð­ur að af­saka ef það koma ekki al­veg heil­ar setn­ing­ar,“ seg­ir Ein­ar Hans­berg Árna­son, sem hef­ur frá því á laug­ar­dag fram­kvæmt röð krefj­andi æf­inga í þágu sjálfs­vígs­for­varna og mik­il­vægri starf­semi Píeta-sam­tak­anna.

Eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar vinurinn lést
Umferð 308 af 500 Einar Hansberg Árnason hefur síðustu sex sólarhringa framkvæmt röð krefjandi æfinga í þágu sjálfsvígsforvarna og mikilvægri starfsemi Píeta samtakanna. Alls ætlar hann að fara 1.750 kílómetra á þrekhjóli, róðravél og skíðavél á sjö dögum. Mynd: Golli

Þegar blaðamaður leit við í líkamsræktarstöðinni Afreki í Skógarhlíð á fimmtudagsmorgun lá Einar Hansberg Árnason á bekk með svefngrímu að safna kröftum eftir að hafa lokið umferð númer 307. Hópur fólks var að klára morgunæfingu við dúndrandi tónlist sem Einari tekst á óútskýranlegan hátt að nýta sem hugleiðslu.

HvíldStund milli stríða, eða öllu heldur umferða. Einar stefnir á að ljúka 500. umferðinni síðdegis á laugardag.

Hver umferð samanstendur af 2.000 metrum á þrekhjóli, 1.000 metrum á róðravél, 500 metrum á skíðavél ásamt upphífingum, sem hefur þó farið fækkandi eftir því sem umferðunum fjölgar. Markmið Einars er að ljúka 500 umferðum, alls 1.750 kílómetrum, á einni viku. Einar þarf að vera á hreyfingu í um 19 klukkustundir á sólarhring svo markmiðið náist og ef allt gengur upp mun hann ljúka 500. umferðinni síðdegis á morgun, laugardag. 

Hér má fylgjast með þrekraun Einars í beinu streymi: 

Þurfum að tala um sjálfsvíg af virðingu

„Það þarf að vekja athygli á þessu málefni, sjálfsvígum, og halda þeim í umræðunni. Tala upphátt og af virðingu,“ segir Einar. Hann ólst upp á Hvammstanga og hefur misst þrjá æskuvini sem sviptu sig lífi. Hann segir lítið sem ekkert hafa verið rætt um sjálfsvíg á þeim tíma. Þegar vinkona hans missti eiginmann sinn fyrir sex árum vildi Einar sýna stuðning í verki og úr varð fyrsta átakið þar sem hann vakti athygli á starfsemi Píeta þegar hann réri 500 kílómetra. Hann hefur endurtekið leikinn á tveggja ára fresti en æfingarnar verða umfangsmeiri og erfiðari eftir því sem þeim fjölgar. Einar játar að átakið nú stefni í að verða hans helsta þrekraun, líkamlega, og það stefnir í að hún verði hans helsta andlega þrekraun sömuleiðis. „Lengsta sem ég hef farið áður er 55 klukkutímar þannig þetta er þreföldun á því. Hugmyndin kemur bara úr hausnum á mér, yfirleitt „meika þær engan sens“ en eru skemmtilegar í mómentinu og svo áður en ég veit af er ég búinn að kasta þeim út og þetta er komið af stað.“

StuðningurEinar er umkringdur gulklæddu stuðningsfólki sem hvetur hann áfram og hugsar um hvert einasta smáatriði á meðan átakinu stendur.
Aldrei gefast uppSkilaboðin eru skýr.

Sýnum mildi

Einar missti náinn vin sinn fyrir einu og hálfu ári sem svipti sig lífi. „Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þá sér maður að þetta er alls staðar og þú veist aldrei hver er í hugleiðingunum. Við eigum að sýna mildi og reyna að líða vel saman.“

Mikill gestagangur hefur verið í Afreki frá því að verkefnið hófst og hafa gestirnir farið yfir 600 umferðir við hlið Einars. Þrátt fyrir lítinn svefn og mikla vinnu ber Einar sig vel. „Það var einn sem settist hjá mér um daginn og sagðist hafa átt erfiðan dag og verið að horfa á streymið og ákveðið að koma. Hann var ekki á góðum stað en hann hefur haldið áfram að koma. Hann er glaður og kátur þegar hann er hér.“ Einar segir þetta litla dæmi sýna fram á tilgang verkefnisins. „Enginn einn getur allt en öll getum við eitthvað. Í aðstæðum er oft ágætt að hugsa: Hvað get ég gefið? Í staðinn fyrir, hvað fæ ég hér? Þetta verkefni kristallast í því.“

„Í aðstæðum er oft ágætt að hugsa: Hvað get ég gefið?
AfrekLíf og fjör hefur verið í líkamsræktarstöðinni Afreki þar sem Einar framkvæmir æfingarnar.
MarkmiðVel er haldið utan um umferðirnar sem Einar lýkur og markmiðasetningin er skýr. Og bjartsýn.

Eftir fimm sólarhringa í krefjandi æfingum er tímaskynið aðeins farið að gefa sig. „Við erum í ákveðinni rútínu, reynum að ná slökun inni á milli. Í nótt held ég að ég hafi náð klukkutíma, svo eru þetta 90 mínútur, tveir tímar kannski. Ég veit hvaða dagur er núna en þetta rennur stundum saman í eitt. „Áðan“ var kannski fyrir 70 klukkutímum síðan. Þetta er skemmtileg upplifun en stundum svolítið þung.“ Einar segir tilganginum hafa verið náð, óháð því hvort hann klári umferðirnar 500 eða ekki. „Það er rosalega góð stemning, kærleikur og falleg orka. Allir eru tilbúnir til að gera allt til að láta þetta ganga upp. Ég er alveg bjartsýnn á að ná að klára. En ef þetta fer þannig að ég nái ekki að klára 500 umferðir þá er tilganginum samt náð.“ 

KærleikurÁsgerður Arna Sófusdóttir, eiginkona Einars, styður hann heilshugar í öllum verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur, sama hversu stór þau eru.

Þeim sem vilja styrkja Píeta-samtökin er bent á styrktarsíðuna: pieta.is/styrkja-samtokin/. Einnig er hægt að leggja beint inn á samtökin: Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041 eða í gegnum AUR appið en notendanafnið er einfaldlega: @Pieta


Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða í hjálparsíma Píeta sem er opinn allan sólarhringinn í síma 552-2218. Hjálparsími Rauða krossins er 1717 en í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
2
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
4
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ekki hægt að friðlýsa útsýnið
6
Úttekt

Ekki hægt að frið­lýsa út­sýn­ið

All­víða á höf­uð­borg­ar­svæð­inu stend­ur venju­legt fólk í slag um út­sýni til hafs, fjalla og eyja. Einn slík­ur slag­ur varð­ar Laug­ar­nes­ið, sem Minja­stofn­un hef­ur vilj­að frið­lýsa, reynd­ar í óþökk Reykja­vík­ur­borg­ar. Jarð­efni sem fært var úr grunni nýs Land­spít­ala mynd­ar nú land­fyll­ingu sem senn verð­ur enn stærri. Út­sýni til Við­eyj­ar gæti tap­ast, óháð öll­um frið­lýs­ingaráform­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
6
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár