Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar vinurinn lést

„Ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði aldrei haft það betra. Þú verð­ur að af­saka ef það koma ekki al­veg heil­ar setn­ing­ar,“ seg­ir Ein­ar Hans­berg Árna­son, sem hef­ur frá því á laug­ar­dag fram­kvæmt röð krefj­andi æf­inga í þágu sjálfs­vígs­for­varna og mik­il­vægri starf­semi Píeta-sam­tak­anna.

Eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar vinurinn lést
Umferð 308 af 500 Einar Hansberg Árnason hefur síðustu sex sólarhringa framkvæmt röð krefjandi æfinga í þágu sjálfsvígsforvarna og mikilvægri starfsemi Píeta samtakanna. Alls ætlar hann að fara 1.750 kílómetra á þrekhjóli, róðravél og skíðavél á sjö dögum. Mynd: Golli

Þegar blaðamaður leit við í líkamsræktarstöðinni Afreki í Skógarhlíð á fimmtudagsmorgun lá Einar Hansberg Árnason á bekk með svefngrímu að safna kröftum eftir að hafa lokið umferð númer 307. Hópur fólks var að klára morgunæfingu við dúndrandi tónlist sem Einari tekst á óútskýranlegan hátt að nýta sem hugleiðslu.

HvíldStund milli stríða, eða öllu heldur umferða. Einar stefnir á að ljúka 500. umferðinni síðdegis á laugardag.

Hver umferð samanstendur af 2.000 metrum á þrekhjóli, 1.000 metrum á róðravél, 500 metrum á skíðavél ásamt upphífingum, sem hefur þó farið fækkandi eftir því sem umferðunum fjölgar. Markmið Einars er að ljúka 500 umferðum, alls 1.750 kílómetrum, á einni viku. Einar þarf að vera á hreyfingu í um 19 klukkustundir á sólarhring svo markmiðið náist og ef allt gengur upp mun hann ljúka 500. umferðinni síðdegis á morgun, laugardag. 

Hér má fylgjast með þrekraun Einars í beinu streymi: 

Þurfum að tala um sjálfsvíg af virðingu

„Það þarf að vekja athygli á þessu málefni, sjálfsvígum, og halda þeim í umræðunni. Tala upphátt og af virðingu,“ segir Einar. Hann ólst upp á Hvammstanga og hefur misst þrjá æskuvini sem sviptu sig lífi. Hann segir lítið sem ekkert hafa verið rætt um sjálfsvíg á þeim tíma. Þegar vinkona hans missti eiginmann sinn fyrir sex árum vildi Einar sýna stuðning í verki og úr varð fyrsta átakið þar sem hann vakti athygli á starfsemi Píeta þegar hann réri 500 kílómetra. Hann hefur endurtekið leikinn á tveggja ára fresti en æfingarnar verða umfangsmeiri og erfiðari eftir því sem þeim fjölgar. Einar játar að átakið nú stefni í að verða hans helsta þrekraun, líkamlega, og það stefnir í að hún verði hans helsta andlega þrekraun sömuleiðis. „Lengsta sem ég hef farið áður er 55 klukkutímar þannig þetta er þreföldun á því. Hugmyndin kemur bara úr hausnum á mér, yfirleitt „meika þær engan sens“ en eru skemmtilegar í mómentinu og svo áður en ég veit af er ég búinn að kasta þeim út og þetta er komið af stað.“

StuðningurEinar er umkringdur gulklæddu stuðningsfólki sem hvetur hann áfram og hugsar um hvert einasta smáatriði á meðan átakinu stendur.
Aldrei gefast uppSkilaboðin eru skýr.

Sýnum mildi

Einar missti náinn vin sinn fyrir einu og hálfu ári sem svipti sig lífi. „Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Þá sér maður að þetta er alls staðar og þú veist aldrei hver er í hugleiðingunum. Við eigum að sýna mildi og reyna að líða vel saman.“

Mikill gestagangur hefur verið í Afreki frá því að verkefnið hófst og hafa gestirnir farið yfir 600 umferðir við hlið Einars. Þrátt fyrir lítinn svefn og mikla vinnu ber Einar sig vel. „Það var einn sem settist hjá mér um daginn og sagðist hafa átt erfiðan dag og verið að horfa á streymið og ákveðið að koma. Hann var ekki á góðum stað en hann hefur haldið áfram að koma. Hann er glaður og kátur þegar hann er hér.“ Einar segir þetta litla dæmi sýna fram á tilgang verkefnisins. „Enginn einn getur allt en öll getum við eitthvað. Í aðstæðum er oft ágætt að hugsa: Hvað get ég gefið? Í staðinn fyrir, hvað fæ ég hér? Þetta verkefni kristallast í því.“

„Í aðstæðum er oft ágætt að hugsa: Hvað get ég gefið?
AfrekLíf og fjör hefur verið í líkamsræktarstöðinni Afreki þar sem Einar framkvæmir æfingarnar.
MarkmiðVel er haldið utan um umferðirnar sem Einar lýkur og markmiðasetningin er skýr. Og bjartsýn.

Eftir fimm sólarhringa í krefjandi æfingum er tímaskynið aðeins farið að gefa sig. „Við erum í ákveðinni rútínu, reynum að ná slökun inni á milli. Í nótt held ég að ég hafi náð klukkutíma, svo eru þetta 90 mínútur, tveir tímar kannski. Ég veit hvaða dagur er núna en þetta rennur stundum saman í eitt. „Áðan“ var kannski fyrir 70 klukkutímum síðan. Þetta er skemmtileg upplifun en stundum svolítið þung.“ Einar segir tilganginum hafa verið náð, óháð því hvort hann klári umferðirnar 500 eða ekki. „Það er rosalega góð stemning, kærleikur og falleg orka. Allir eru tilbúnir til að gera allt til að láta þetta ganga upp. Ég er alveg bjartsýnn á að ná að klára. En ef þetta fer þannig að ég nái ekki að klára 500 umferðir þá er tilganginum samt náð.“ 

KærleikurÁsgerður Arna Sófusdóttir, eiginkona Einars, styður hann heilshugar í öllum verkefnum sem hann tekur sér fyrir hendur, sama hversu stór þau eru.

Þeim sem vilja styrkja Píeta-samtökin er bent á styrktarsíðuna: pieta.is/styrkja-samtokin/. Einnig er hægt að leggja beint inn á samtökin: Kt. 410416-0690 - Reikn nr. 0301-26-041041 eða í gegnum AUR appið en notendanafnið er einfaldlega: @Pieta


Embætti land­lækn­is bend­ir á að mik­il­vægt sé að þeir sem glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir segi ein­hverj­um frá líðan sinni, hvort sem er aðstand­anda eða í hjálparsíma Píeta sem er opinn allan sólarhringinn í síma 552-2218. Hjálparsími Rauða krossins er 1717 en í neyðartilvikum skal ávallt hringja í 112.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár