Sjálfstæðisflokkurinn sígur, Sósíalistaflokkurinn sækir á

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mæl­ist rétt rúm tólf pró­sent í nýrri skoð­ana­könn­un. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn sæk­ir í sig veðr­ið. Við­reisn mæl­ist áfram stærri en Mið­flokk­ur­inn og næst stærsti flokk­ur­inn á eft­ir Sam­fylk­ing­unni.

Sjálfstæðisflokkurinn sígur, Sósíalistaflokkurinn sækir á
Kappræður Kappræður fóru fram í sjónvarpssal RÚV síðasta föstudagskvöld. Hér sjást formenn Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og pólitískur leiðtogi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir. Mynd: Golli

Sjálfstæðisflokkurinn dalar í nýrri könnun Prósents og mælist nú með 12,3 prósent fylgi. Þrír flokkar mælast stærri, eins og reyndar í flestum könnunum að undanförnu. Könnun Prósents var framkvæmd dagana 1.-7. nóvember fyrir Morgunblaðið og mbl.is.

Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins með 21,6 prósent fylgi, fylgisaukning Viðreisnar gengur aðeins til baka frá síðustu könnun Prósents og mælist flokkurinn nú með 17,1 prósent og Miðflokkurinn bætir ögn við sig frá því í síðustu viku og mælist nú með 15,1 prósent.

Á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur Flokkur fólksins, en fylgi Ingu Sæland og félaga mælist nú 11,5 prósent í þessari könnun. Flokkurinn  hefur mælst sérstaklega vel í könnunum Prósents að undanförnu, en til samanburðar má nefna að í könnun sem Maskína birti í gær mældist fylgið 8,9 prósent.

Sósíalistaflokkurinn mælist stærri en Framsókn

Tíðindi eru í botnbaráttunni í þessari nýju könnun. Í síðustu könnun Prósents, sem birtist fyrir viku síðan, mældist fylgi Sósíalista, Pírata og Vinstri grænna undir 5 prósentum á landsvísu og útlit fyrir að flokkarnir næðu ekki mönnum inn á þing.

Það breytist nú. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,7 prósent fylgi, hartnær þremur prósentustigum meira en í síðustu viku, og skýst upp fyrir Framsókn sem er á nákvæmlega sama stað og fyrir viku síðan með 5,8 prósent fylgi.

Píratar ná einnig yfir fimm prósenta þröskuldinn og mælast með 5,7 prósent fylgi. Fylgi Vinstri grænna er á svipuðum slóðum og í síðustu könnunum Prósents, eða um 2,5 prósent. Lýðræðisflokkur Arnar Þórs Jónssonar mælist svo með 1,4 prósent fylgi.

Úrtakið í könnun Prósents var 2.400, 1.207 svöruðu og er svar­hlut­fallið því rétt rúm­lega 50 prósent, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun á mbl.is.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Yfir 40% stuðningsmanna Miðflokksins kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast
GreiningAlþingiskosningar 2024

Yf­ir 40% stuðn­ings­manna Mið­flokks­ins kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn síð­ast

Könn­un­ar­fyr­ir­tæk­ið Maskína hef­ur op­in­ber­að nið­ur­stöð­ur sem gefa nýja inn­sýn í það hvernig kjör­fylg­ið frá 2021 dreif­ist á flokka nú. Fylg­ið sem skóp kosn­inga­sig­ur Fram­sókn­ar ár­ið 2021 virð­ist hafa tvístr­ast í all­ar átt­ir og helm­ing­ur kjós­enda Pírata hyggst nú kjósa Sam­fylk­ingu eða Við­reisn. Einn af hverj­um fjór­um kjós­end­um Sjálf­stæð­is­flokks ár­ið 2021 gef­ur sig upp á Mið­flokk­inn, sam­kvæmt nið­ur­stöð­um Maskínu.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.
Með yfirgangi skal hval drepa
AðsentAlþingiskosningar 2024

Bjarki Hjörleifsson

Með yf­ir­gangi skal hval drepa

„Helsti tals­mað­ur hval­veiða og bar­áttu­mað­ur, Jón Gunn­ars­son, fær nú tæki­færi til þess að vinna að út­gáfu lang­tíma­leyf­is til hval­veiða, í starfs­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar,“ skrif­ar Bjarki Hjör­leifs­son í að­sendri grein en hann er fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur mat­væla­ráð­herra sem nú skip­ar 2. sæti á lista VG i Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Mest lesið

Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
1
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Brotaþolinn tekur skellinn
5
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár