Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Sjálfstæðisflokkurinn sígur, Sósíalistaflokkurinn sækir á

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins mæl­ist rétt rúm tólf pró­sent í nýrri skoð­ana­könn­un. Sósí­al­ista­flokk­ur­inn sæk­ir í sig veðr­ið. Við­reisn mæl­ist áfram stærri en Mið­flokk­ur­inn og næst stærsti flokk­ur­inn á eft­ir Sam­fylk­ing­unni.

Sjálfstæðisflokkurinn sígur, Sósíalistaflokkurinn sækir á
Kappræður Kappræður fóru fram í sjónvarpssal RÚV síðasta föstudagskvöld. Hér sjást formenn Sjálfstæðisflokks, Flokks fólksins og pólitískur leiðtogi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir. Mynd: Golli

Sjálfstæðisflokkurinn dalar í nýrri könnun Prósents og mælist nú með 12,3 prósent fylgi. Þrír flokkar mælast stærri, eins og reyndar í flestum könnunum að undanförnu. Könnun Prósents var framkvæmd dagana 1.-7. nóvember fyrir Morgunblaðið og mbl.is.

Samfylkingin mælist áfram stærsti flokkur landsins með 21,6 prósent fylgi, fylgisaukning Viðreisnar gengur aðeins til baka frá síðustu könnun Prósents og mælist flokkurinn nú með 17,1 prósent og Miðflokkurinn bætir ögn við sig frá því í síðustu viku og mælist nú með 15,1 prósent.

Á hæla Sjálfstæðisflokksins kemur Flokkur fólksins, en fylgi Ingu Sæland og félaga mælist nú 11,5 prósent í þessari könnun. Flokkurinn  hefur mælst sérstaklega vel í könnunum Prósents að undanförnu, en til samanburðar má nefna að í könnun sem Maskína birti í gær mældist fylgið 8,9 prósent.

Sósíalistaflokkurinn mælist stærri en Framsókn

Tíðindi eru í botnbaráttunni í þessari nýju könnun. Í síðustu könnun Prósents, sem birtist fyrir viku síðan, mældist fylgi Sósíalista, Pírata og Vinstri grænna undir 5 prósentum á landsvísu og útlit fyrir að flokkarnir næðu ekki mönnum inn á þing.

Það breytist nú. Sósíalistaflokkurinn mælist með 6,7 prósent fylgi, hartnær þremur prósentustigum meira en í síðustu viku, og skýst upp fyrir Framsókn sem er á nákvæmlega sama stað og fyrir viku síðan með 5,8 prósent fylgi.

Píratar ná einnig yfir fimm prósenta þröskuldinn og mælast með 5,7 prósent fylgi. Fylgi Vinstri grænna er á svipuðum slóðum og í síðustu könnunum Prósents, eða um 2,5 prósent. Lýðræðisflokkur Arnar Þórs Jónssonar mælist svo með 1,4 prósent fylgi.

Úrtakið í könnun Prósents var 2.400, 1.207 svöruðu og er svar­hlut­fallið því rétt rúm­lega 50 prósent, samkvæmt því sem fram kemur í umfjöllun á mbl.is.

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GJI
    Gísli Jónas Ingólfsson skrifaði
    Það á að afnema þennan 5% þröskuld að mínu áliti. Hann er óþarfur og ólýðræislegur finnst mér.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
6
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár