Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Senuþjófurinn Eleonore Niemand – esseyja

Jón Karl Helga­son sá sig knú­inn til að fletta Eleon­ore Niemand upp eft­ir að hafa les­ið heim­speki­lega skáld­sögu Geirs Sig­urðs­son­ar: Óljós: Saga af ást­um. Jón Karl vildi vera viss. Og hann ydd­aði blý­ant­inn fyr­ir hug­leið­ingu um bók­ina – sem bóka­út­gáf­an Sæmund­ur gef­ur út, nú ár­ið 2024.

Senuþjófurinn Eleonore Niemand – esseyja
Geir Sigurðsson rithöfundur og prófessor í kínverskum fræðum og þvermenningarlegri heimspeki Mynd: HÍ/Kristinn Ingvarsson

Það sem telst merkilegt í samfélaginu er það ekki á endanum og það sem ekki telst merkilegt í samfélaginu er alveg jafn ekki-merkilegt á endanum. Hvort tveggja lendir í sama flokki þegar öllu er á botninn hvolft.“ (Eleonore Niemand)

Eleonore Niemand leikur svolítið aukahlutverk í skáldsögunni Óljós eftir Geir Sigurðsson, svo lítið raunar að ég ímynda mér að þótt nafn hennar væri strikað út gæti söguþráðurinn staðið óhaggaður. Og samt er hún stöðugt að skjóta upp kollinum, allt frá tileinkuninni í upphafi, þar sem brot úr textum eftir hana birtist á þýsku, til símtalsins við Branko í sögulok (meira um hann síðar). Þar á milli er vitnað alloft til birtra og óbirtra skrifa hennar, ýmist á frummálinu eða í íslenskri þýðingu. Þessi sýnishorn eru svo sannfærandi að þótt ég væri framan af viss um að Niemand væri skálduð persóna (fullkunnugt um að niemand merkir engin) fann ég mig knúinn til …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár