Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hægri bylgjan til umræðu í Pressu

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í Reykja­vík norð­ur, og Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, odd­viti Við­reisn­ar í Reykja­vík suð­ur, mæt­ast í Pressu.

Hægri bylgjan til umræðu í Pressu

Frambjóðendurnir og þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, ráðherra Sjálfstæðisflokksins, og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar, mætast í Pressu í beinni útsendingu af ritstjórnarskrifstofu Heimildarinnar í dag, föstudaginn 1. nóvember klukkan tólf.

Þau leiða hvort sitt Reykjavíkurkjördæmið; Guðlaugur Þór Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík norður og Þorbjörg Sigríður Viðreisn í Reykjavík suður.

Flokkar þeirra mælast á svipuðum slóðum og sækja fylgi sitt helst til hægri. Viðreisn þó ívið stærri með 15,8 prósent í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar og Baldurs Héðinssonar, en Sjálfstæðisflokkurinn í sögulegri lægð með 13,7 prósent. 

Kosningarnar og staða flokkanna fyrir þær verða í brennidepli í þættinum auk þess sem þau verða krafin svara um með hverjum þeim hugnast að vinna eftir kosningar. Þá verður hin meinta hægri bylgja sem sumir álitsgjafar telja sig geta greint í könnunum til umræðu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
3
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár