„Yfirferð framboðanna er hafin“

Ell­efu stjórn­mála­sam­tök skil­uðu inn list­um til lands­kjör­stjórn­ar áð­ur en fram­boðs­frest­ur rann form­lega út á há­degi í dag. Tíu skil­uðu inn gögn­um fyr­ir öll kjör­dæm­in en Ábyrg fram­tíð skil­aði að­eins inn lista fyr­ir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

„Yfirferð framboðanna er hafin“
Landskjörstjórn hafði bækistöðvar í Hörpu til klukkan 12 í dag þar sem hún tók við framboðsgögnum. Mynd: Golli

„Yfirferð framboðanna er hafin og stendur í dag og næstu daga,“ segir í tilkynningu frá landskjörstjórn. Ellefu stjórnmálasamtök skiluðu inn listum til landskjörstjórnar áður en framboðsfrestur rann formlega út á hádegi í dag.  Ábyrg framtíð skilaði aðeins inn lista fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður. Græningjar höfðu áætlað framboð fyrir alþingiskosningarnar en drógu sig í hlé í gær og gáfu út að þau hefðu ekki náð að safna nægum fjölda meðmælenda. 

Fulltrúar flokkanna streymdu í Hörpu í dag þar sem landskjörstjórn tók við meðmælendalistum vegna framboðanna en skila þurfti inn lista yfir frambjóðendur og tilkteknum fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi til að geta boðið fram.

Landskjörstjórn stefnir að því að vera búin að fara yfir framboðsgögnin klukkan sex í dag. Þá er áætlað að fara yfir stöðuna með fulltrúum flokkanna. Ef eitthvað vantar upp á hafa flokkarnir sólarhring til að gera úrbætur. 

„Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboða á fundi sem halda skal í síðasta lagi þremur sólarhringum og fjórum klukkustundum eftir lok framboðsfrests. Fundurinn verður auglýstur þegar tímasetning liggur fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningu landskjörstjórar en þarna er miðað við að það liggi fyrir í síðasta lagi klukkan 16:00 á sunnnudag hvaða framboð eru gild. Ef ágreiningur er um þá niðurstöðu hafa framboðin 20 klukkustunda kærufrest og kærunefnd hefur í framhaldinu tvo sólarhringa til að úrskurða.

Þau framboð sem hafa skilað inn gögnum til landskjörstjórnar:

B – listi Framsóknarflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

C – listi Viðreisnar skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

D – listi Sjálfstæðisflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

F – listi Flokks fólksins skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

J – listi Sósíalistaflokks Íslands skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

L – listi Lýðræðisflokks – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

M – listi Miðflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

P – listi Pírata skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.  

S – listi Samfylkingar – jafnaðarmannaflokks Íslands skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

V – listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

Y– listi Ábyrgrar framtíðar skilaði gögnum fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.
Með yfirgangi skal hval drepa
AðsentAlþingiskosningar 2024

Bjarki Hjörleifsson

Með yf­ir­gangi skal hval drepa

„Helsti tals­mað­ur hval­veiða og bar­áttu­mað­ur, Jón Gunn­ars­son, fær nú tæki­færi til þess að vinna að út­gáfu lang­tíma­leyf­is til hval­veiða, í starfs­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar,“ skrif­ar Bjarki Hjör­leifs­son í að­sendri grein en hann er fyrr­ver­andi að­stoð­ar­mað­ur mat­væla­ráð­herra sem nú skip­ar 2. sæti á lista VG i Norð­vest­ur­kjör­dæmi.
Slá samstarf ekki út af borðinu
Fréttir

Slá sam­starf ekki út af borð­inu

Snorri Más­son, sem sæk­ist eft­ir odd­vita­sæti hjá Mið­flokkn­um og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, segj­ast ekki reiðu­bún­ir að slá hugs­an­legt sam­starf á milli flokk­anna tveggja af borð­inu. Snorri og Jó­hann Páll mættu í Pressu ásamt Lenyu Rún Taha Karim, odd­vita Pírata í Reykja­vík, til þess að ræða áhersl­ur sín­ar og stefn­ur í að­drag­anda kosn­inga. Lenya Rún taldi ólík­legt að Pírat­ar gætu mynd­að stjórn með Mið­flokkn­um.
Finnur og Svandís leiða VG í Reykjavík
FréttirAlþingiskosningar 2024

Finn­ur og Svandís leiða VG í Reykja­vík

Finn­ur Ricart Andra­son, fyrr­ver­andi for­seti Ungra um­hverf­issinna, er í fyrsta sæti á lista VG í Reykja­vík norð­ur fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Svandís Svavars­dótt­ir, formað­ur hreyf­ing­ar­inn­ar og fyrr­ver­andi ráð­herra, er í fyrsta sæti í Reykja­vík suð­ur. Katrín Jak­obs­dótt­ir, fyrr­ver­andi formað­ur VG, er í heið­urs­sæti í Reykja­vík norð­ur.

Mest lesið

Innborgun á íbúð fjarlægur draumur
2
ViðtalUm hvað er kosið?

Inn­borg­un á íbúð fjar­læg­ur draum­ur

Ung tveggja barna móð­ir sem nem­ur leik­skóla­kenn­ara­fræði við Há­skóla Ís­lands seg­ist ekki sjá fyr­ir sér að hún og mað­ur henn­ar nái að safna sér fyr­ir út­borg­un í íbúð í ná­inni fram­tíð, en þau búa á stúd­enta­görð­um. Hekla Bald­urs­dótt­ir seg­ir að staða fjöl­skyld­unn­ar á hús­næð­is­mark­aði valdi sér ekki mikl­um áhyggj­um. „Kannski af því að það eru all­ir í svip­aðri stöðu í kring­um mig.“
Byggjum við af gæðum?
5
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár