Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

„Yfirferð framboðanna er hafin“

Ell­efu stjórn­mála­sam­tök skil­uðu inn list­um til lands­kjör­stjórn­ar áð­ur en fram­boðs­frest­ur rann form­lega út á há­degi í dag. Tíu skil­uðu inn gögn­um fyr­ir öll kjör­dæm­in en Ábyrg fram­tíð skil­aði að­eins inn lista fyr­ir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

„Yfirferð framboðanna er hafin“
Landskjörstjórn hafði bækistöðvar í Hörpu til klukkan 12 í dag þar sem hún tók við framboðsgögnum. Mynd: Golli

„Yfirferð framboðanna er hafin og stendur í dag og næstu daga,“ segir í tilkynningu frá landskjörstjórn. Ellefu stjórnmálasamtök skiluðu inn listum til landskjörstjórnar áður en framboðsfrestur rann formlega út á hádegi í dag.  Ábyrg framtíð skilaði aðeins inn lista fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður. Græningjar höfðu áætlað framboð fyrir alþingiskosningarnar en drógu sig í hlé í gær og gáfu út að þau hefðu ekki náð að safna nægum fjölda meðmælenda. 

Fulltrúar flokkanna streymdu í Hörpu í dag þar sem landskjörstjórn tók við meðmælendalistum vegna framboðanna en skila þurfti inn lista yfir frambjóðendur og tilkteknum fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi til að geta boðið fram.

Landskjörstjórn stefnir að því að vera búin að fara yfir framboðsgögnin klukkan sex í dag. Þá er áætlað að fara yfir stöðuna með fulltrúum flokkanna. Ef eitthvað vantar upp á hafa flokkarnir sólarhring til að gera úrbætur. 

„Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboða á fundi sem halda skal í síðasta lagi þremur sólarhringum og fjórum klukkustundum eftir lok framboðsfrests. Fundurinn verður auglýstur þegar tímasetning liggur fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningu landskjörstjórar en þarna er miðað við að það liggi fyrir í síðasta lagi klukkan 16:00 á sunnnudag hvaða framboð eru gild. Ef ágreiningur er um þá niðurstöðu hafa framboðin 20 klukkustunda kærufrest og kærunefnd hefur í framhaldinu tvo sólarhringa til að úrskurða.

Þau framboð sem hafa skilað inn gögnum til landskjörstjórnar:

B – listi Framsóknarflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

C – listi Viðreisnar skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

D – listi Sjálfstæðisflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

F – listi Flokks fólksins skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

J – listi Sósíalistaflokks Íslands skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

L – listi Lýðræðisflokks – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

M – listi Miðflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

P – listi Pírata skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.  

S – listi Samfylkingar – jafnaðarmannaflokks Íslands skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

V – listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

Y– listi Ábyrgrar framtíðar skilaði gögnum fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár