Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Yfirferð framboðanna er hafin“

Ell­efu stjórn­mála­sam­tök skil­uðu inn list­um til lands­kjör­stjórn­ar áð­ur en fram­boðs­frest­ur rann form­lega út á há­degi í dag. Tíu skil­uðu inn gögn­um fyr­ir öll kjör­dæm­in en Ábyrg fram­tíð skil­aði að­eins inn lista fyr­ir Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

„Yfirferð framboðanna er hafin“
Landskjörstjórn hafði bækistöðvar í Hörpu til klukkan 12 í dag þar sem hún tók við framboðsgögnum. Mynd: Golli

„Yfirferð framboðanna er hafin og stendur í dag og næstu daga,“ segir í tilkynningu frá landskjörstjórn. Ellefu stjórnmálasamtök skiluðu inn listum til landskjörstjórnar áður en framboðsfrestur rann formlega út á hádegi í dag.  Ábyrg framtíð skilaði aðeins inn lista fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður. Græningjar höfðu áætlað framboð fyrir alþingiskosningarnar en drógu sig í hlé í gær og gáfu út að þau hefðu ekki náð að safna nægum fjölda meðmælenda. 

Fulltrúar flokkanna streymdu í Hörpu í dag þar sem landskjörstjórn tók við meðmælendalistum vegna framboðanna en skila þurfti inn lista yfir frambjóðendur og tilkteknum fjölda meðmælenda í hverju kjördæmi til að geta boðið fram.

Landskjörstjórn stefnir að því að vera búin að fara yfir framboðsgögnin klukkan sex í dag. Þá er áætlað að fara yfir stöðuna með fulltrúum flokkanna. Ef eitthvað vantar upp á hafa flokkarnir sólarhring til að gera úrbætur. 

„Landskjörstjórn úrskurðar um gildi framboða á fundi sem halda skal í síðasta lagi þremur sólarhringum og fjórum klukkustundum eftir lok framboðsfrests. Fundurinn verður auglýstur þegar tímasetning liggur fyrir,“ segir ennfremur í tilkynningu landskjörstjórar en þarna er miðað við að það liggi fyrir í síðasta lagi klukkan 16:00 á sunnnudag hvaða framboð eru gild. Ef ágreiningur er um þá niðurstöðu hafa framboðin 20 klukkustunda kærufrest og kærunefnd hefur í framhaldinu tvo sólarhringa til að úrskurða.

Þau framboð sem hafa skilað inn gögnum til landskjörstjórnar:

B – listi Framsóknarflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

C – listi Viðreisnar skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

D – listi Sjálfstæðisflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

F – listi Flokks fólksins skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

J – listi Sósíalistaflokks Íslands skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

L – listi Lýðræðisflokks – samtaka um sjálfsákvörðunarrétt skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

M – listi Miðflokks skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

P – listi Pírata skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin.  

S – listi Samfylkingar – jafnaðarmannaflokks Íslands skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

V – listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs skilaði gögnum fyrir öll sex kjördæmin. 

Y– listi Ábyrgrar framtíðar skilaði gögnum fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár