Myndir: Selenskí og Halla T. hittust

For­set­ar Ís­lands og Úkraínu hitt­ust á Bessa­stöð­um í morg­un. „Í heimi þar sem all­ar stór­þjóð­ir eru að velja stríð held ég að við leggj­um mest af mörk­um með því að standa fyr­ir og velja frið,“ sagði ís­lenski for­set­inn, Halla Tóm­as­dótt­ir, í að­drag­anda for­seta­kosn­ing­anna hér­lend­is um vopna­kaup fyr­ir Úkraínu­menn.

Myndir: Selenskí og Halla T. hittust

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hittust á Bessastöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Selenskí lýsti yfir þakklæti við Íslendinga sem hann kallaði bandamenn í baráttu Úkraínu fyrir frelsi landsins. Rússneskar hersveitir réðust inn í landið í febrúarmánuði 2022 og geisar enn stríð í landinu. 

Í aðdraganda forsetakosninga var Halla sá frambjóðandi sem lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínumenn hernaðarlega. Það gerði hún í kappræðum Ríkisútvarpsins.

Halla sagðist þá að það samræmdist ekki gildum Íslands að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“.

„Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið,“ sagði Halla.

5.000 manns hingað frá Úkraínu

Eins og aðrar Evrópuþjóðir hefur Ísland tekið á móti fjölmörgum úkraínskum flóttamönnum síðan Rússar réðust inn í heimaland þeirra, nú alls um 5.000 manns. Ísland hefur aldrei tekið á móti jafn stórum hóp frá einu landi. Íslendingar samþykkja nánast allar umsóknir um hæli frá Úkraínu og hafa gert það frá upphafi stríðs.

Selenskí er hér á landi þar sem hann er gestur Norðurlandaráðsþings sem hófst í gær. Þá hitti hann forsætisráðherra Norðurlandanna á Þingvöllum. Hann mun jafnframt ávarpa þingið síðar í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár