Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Myndir: Selenskí og Halla T. hittust

For­set­ar Ís­lands og Úkraínu hitt­ust á Bessa­stöð­um í morg­un. „Í heimi þar sem all­ar stór­þjóð­ir eru að velja stríð held ég að við leggj­um mest af mörk­um með því að standa fyr­ir og velja frið,“ sagði ís­lenski for­set­inn, Halla Tóm­as­dótt­ir, í að­drag­anda for­seta­kosn­ing­anna hér­lend­is um vopna­kaup fyr­ir Úkraínu­menn.

Myndir: Selenskí og Halla T. hittust

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, hittust á Bessastöðum rétt fyrir klukkan níu í morgun.

Selenskí lýsti yfir þakklæti við Íslendinga sem hann kallaði bandamenn í baráttu Úkraínu fyrir frelsi landsins. Rússneskar hersveitir réðust inn í landið í febrúarmánuði 2022 og geisar enn stríð í landinu. 

Í aðdraganda forsetakosninga var Halla sá frambjóðandi sem lýsti einna mestum efasemdum um að styðja Úkraínumenn hernaðarlega. Það gerði hún í kappræðum Ríkisútvarpsins.

Halla sagðist þá að það samræmdist ekki gildum Íslands að kaupa vopn fyrir Úkraínumenn „án samtals“.

„Í heimi þar sem allar stórþjóðir eru að velja stríð held ég að við leggjum mest af mörkum með því að standa fyrir og velja frið,“ sagði Halla.

5.000 manns hingað frá Úkraínu

Eins og aðrar Evrópuþjóðir hefur Ísland tekið á móti fjölmörgum úkraínskum flóttamönnum síðan Rússar réðust inn í heimaland þeirra, nú alls um 5.000 manns. Ísland hefur aldrei tekið á móti jafn stórum hóp frá einu landi. Íslendingar samþykkja nánast allar umsóknir um hæli frá Úkraínu og hafa gert það frá upphafi stríðs.

Selenskí er hér á landi þar sem hann er gestur Norðurlandaráðsþings sem hófst í gær. Þá hitti hann forsætisráðherra Norðurlandanna á Þingvöllum. Hann mun jafnframt ávarpa þingið síðar í dag.

Fréttin hefur verið uppfærð

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
5
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár