Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist í skugga ofríkis

Ekk­ert bend­ir til þess að orka úr áform­aðri Hvamms­virkj­un verði nýtt sér­stak­lega í þágu orku­skipta eða raf­orku­ör­ygg­is, seg­ir fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. Því fari reynd­ar víðs­fjarri. „Rétt­mæt og marg­sönn­uð gagn­rýni á um­hverf­is­fórn­ir virkj­un­ar­inn­ar hafa ver­ið snið­geng­in og þögg­uð í tvo ára­tugi.“

Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjist í skugga ofríkis
Enginn orkuskortur Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir margt hafa breyst síðan umhverfismat vegna Hvammsvirkjunar var gert fyrir tveimur áratugum. Mynd: Golli

400 hektara uppistöðulón í miðri byggð er stórt inngrip og áhætta fyrir lífríkið og íbúa svæðisins,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar og félagi í samtökunum Sól á Suðurlandi, um þau umdeildu áform Landsvirkjunar að byggja Hvammsvirkjun í neðri hluta Þjórsár. Þrenn náttúruverndarsamtök hafa kært nýútgefin framkvæmdaleyfi og virkjunarleyfi vegna virkjunarinnar og þótt Landvernd sé ekki á meðal þeirra segir Björg Eva samtökin taka heilshugar undir kærur hinna samtakanna.

„Þótt Ísland fórnaði allri sinni náttúru og ásýnd lands myndi okkar orka einungis fullnægja minna en prómilli af orkuþörf heimsins“
Björg Eva Erlendsdóttir,
framkvæmdastjóri Landverndar.

Hópur íbúa og landeigenda við Þjórsá hefur einnig kært leyfisveitingarnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og hefur Landsvirkjun innan við tvær vikur til að skila andmælum. 

Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Rangárþing ytra gáfu út framkvæmdaleyfi í fyrra og Orkustofnun gaf út virkjunarleyfi í lok árs 2022. Úrskurðarnefndin felldi öll þessi leyfi úr gildi. Þau hafa nú öll verið endurútgefin og aftur er kært því sautján kærumál hafa borist nefndinni vegna þessa.

„Framkvæmdin byggir á eldgömlu umhverfismati, án nokkurs tillits til nýrra laga og alþjóðlegra samninga sem lögfestir hafa verið til varnar náttúrunni, til dæmis lög um stjórn vatnamála og lög um líffræðilegan fjölbreytileika,“ segir Björg Eva um áformaða Hvammsvirkjun. „Á sama tíma höfum við undirritað Parísarsamninginn og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Í matskýrslunni frá 2003 var ekki minnst á loftslagsmál.“

Björg Eva segir náttúruverndarsamtök telja framkvæmdir við Hvammsvirkjun hefjast í skugga ofríkis gegn náttúru, samfélagi og eðlilegri stjórnsýslu. Þau telji ósannað að almannahagsmunir séu í húfi, en leyfi sem áður hafði verið fellt úr gildi, var endurútgefið vegna meintra almannahagsmuna, orkuskipta og raforkuöryggis, líkt og hún orðar það. Hún minnir á að stjórnvöld hafi ekki markað skýra stefnu og áherslur um orkunýtingu og að ekkert bendi til þess að orka úr Þjórsá verði nýtt sérstaklega í þágu orkuskipta eða raforkuöryggis. Því fari reyndar víðsfjarri. „Réttmæt og margsönnuð gagnrýni á umhverfisfórnir virkjunarinnar hafa verið sniðgengin og þögguð í tvo áratugi.“

Landvernd hefur ítrekað haldið þeim sjónarmiðum á lofti að hér á landi sé ekki orkuskortur og að ekki þurfi að virkja sérstaklega til orkuskipta. Það verði að forgangsraða í orkusölu, en ekki miða við að mæta óendanlegri eftirspurn. Betur megi fara með þá orku sem þegar er framleidd, draga úr sóun sem sé umtalsverð í kerfinu og nýta nýjar lausnir sem séu smærri í sniðum. „Þótt Ísland fórnaði allri sinni náttúru og ásýnd lands myndi okkar orka einungis fullnægja minna en prómilli af orkuþörf heimsins,“ segir Björg Eva. „Er það þess virði?“ 

Kjósa
24
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Virkjanir

Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.
Vörðufell: Vatnsból sveitar eða rafhlaða vindorkuvera?
ÚttektVirkjanir

Vörðu­fell: Vatns­ból sveit­ar eða raf­hlaða vindorku­vera?

Orku­veita Reykja­vík­ur hætti við kynn­ing­ar­fund á áform­aðri virkj­un uppi á Vörðu­felli vegna and­stöðu land­eig­enda. „Við höf­um ekki áhuga á að gera þetta öðru­vísi en í sátt og góðri sam­vinnu við sam­fé­lag­ið,“ seg­ir Hera Gríms­dótt­ir, fram­kvæmda­stýra hjá OR. „Fyr­ir okk­ur er vatn­ið mik­il­væg­ara en ódýrt raf­magn sem færi jafn­vel í raf­mynta­gröft eða stór­iðju,“ seg­ir land­eig­andi.

Mest lesið

Fyllist „rosalegum vanmætti“ yfir fasteignamarkaðinum
1
ViðtalUm hvað er kosið?

Fyll­ist „rosa­leg­um van­mætti“ yf­ir fast­eigna­mark­að­in­um

Ein­stæð­ur fað­ir á fer­tugs­aldri seg­ir að hon­um líði eins og hann þyrfti að vinna í lottó til að geta keypt litla íbúð í ná­grenni við barn­s­móð­ur sína og leik­skóla dótt­ur­inn­ar í Vest­ur­bæ Reykja­vík­ur. Í dag er Ragn­ar Ág­úst Nathana­els­son á stúd­enta­görð­um í Vatns­mýr­inni en þeg­ar nám­inu lýk­ur virð­ist blasa við hon­um frem­ur erf­ið staða.
Á húsnæðismarkaði skiptir miklu hverra manna þú ert
5
GreiningUm hvað er kosið?

Á hús­næð­is­mark­aði skipt­ir miklu hverra manna þú ert

Staða hús­næð­is­mála er allt önn­ur en hún var þeg­ar síð­ast var kos­ið til Al­þing­is. Vext­ir eru miklu hærri, hús­næð­isverð hef­ur hækk­að mik­ið og leið fyrstu kaup­enda inn á hús­næð­is­mark­að­inn, alla­vega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er ansi grýtt, nema hægt sé að treysta á væn­an fjár­hags­stuðn­ing frá for­eldr­um eða öðr­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár