Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, verður oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum í nóvember.
Annað sætið í kjördæminu fær Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur. Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur, er í fimmta sætinu og Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála, er í því sjötta.
Framboðslistar Viðreisnar í Reykjavík voru samþykktir á fundi svæðisráðs flokksins fyrr í kvöld.
Jón Gnarr númer tvö í Reykjavík suður
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari, er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, skipar annað sætið og Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, það þriðja. Diljá Ámundadóttir Zoega, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sálgætir, er í fjórða sæti, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, er í því fimmta og Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL, er í því sjötta.
Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í heild sinni:
- Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður
- Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
- Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn
- Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur
- Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur
- Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála
- Oddgeir Páll Georgsson, hugbúnaðarverkfræðingur
- Sigríður Lára Einarsdóttir, rekstrarstjóri
- Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri
- Noorina Khalikyar, læknir
- Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
- Oddný Arnarsdóttir, verkefnastjóri
- Natan Kolbeinsson, sölumaður
- Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
- Sverrir Örn Kaaber, fyrrverandi skrifstofustjóri
- Sólborg Guðbrandsdóttir, framleiðandi
- Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja, meðferðarráðgjafi
- Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs HR
- Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur
- Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og fyrirtækjaeigandi
- Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi alþingismaður
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi
Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni:
- Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður
- Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri
- Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari
- Diljá Ámundadóttir Zoega, sálgætir
- Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar
- Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL
- Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, umsjónarkennari
- Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur
- Erna Mist Yamagata, listmálari
- Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir
- Kristín A Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra
- Sverrir Páll Einarsson, nemi
- Eva Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
- Arnór Heiðarsson, kennari og forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun
- Eva María Mattadóttir, frumkvöðull
- Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur
- Emilía Björt Írisard. Bachman, háskólanemi
- Elvar Geir Magnússon, ritstjóri
- Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræðingur
- Einar Ólafsson, rafvirki
- Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, leiklistar- og tónlistarfræðingur
- Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar
Athugasemdir