Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða Viðreisn í Reykjavík

Hanna Katrín Frið­riks­son og Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, þing­menn Við­reisn­ar, verða odd­vit­ar flokks­ins í sínu hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um. Jón Gn­arr, lista­mað­ur og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, er í öðru sæti í Reykja­vík suð­ur.

Hanna Katrín og Þorbjörg Sigríður leiða Viðreisn í Reykjavík
Framboð Þau sem munu leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Mynd: Viðreisn

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, verður oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum í nóvember. 

Annað sætið í kjördæminu fær Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og fyrrverandi alþingismaður. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur. Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur, er í fimmta sætinu og Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála, er í því sjötta. 

Framboðslistar Viðreisnar í Reykjavík voru samþykktir á fundi svæðisráðs flokksins fyrr í kvöld.

Jón Gnarr númer tvö í Reykjavík suður

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari, er oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri, skipar annað sætið og Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, það þriðja. Diljá Ámundadóttir Zoega, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sálgætir, er í fjórða sæti, Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar, er í því fimmta og Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL, er í því sjötta.

Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í heild sinni: 

  1. Hanna Katrín Friðriksson, alþingismaður
  2. Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
  3. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn
  4. Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur
  5. Pétur Björgvin Sveinsson, markaðssérfræðingur
  6. Eva Pandora Baldursdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslumála
  7. Oddgeir Páll Georgsson, hugbúnaðarverkfræðingur
  8. Sigríður Lára Einarsdóttir, rekstrarstjóri
  9. Hákon Skúlason, framkvæmdastjóri
  10. Noorina Khalikyar, læknir
  11. Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
  12. Oddný Arnarsdóttir, verkefnastjóri
  13. Natan Kolbeinsson, sölumaður
  14. Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  15. Sverrir Örn Kaaber, fyrrverandi skrifstofustjóri
  16. Sólborg Guðbrandsdóttir, framleiðandi
  17. Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja, meðferðarráðgjafi
  18. Ásthildur Gunnarsdóttir, forstöðumaður samskiptasviðs HR
  19. Sigurjón Njarðarson, lögfræðingur
  20. Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi og fyrirtækjaeigandi
  21. Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi alþingismaður
  22. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi

Framboðslisti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður í heild sinni:

  1. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, alþingismaður
  2. Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri
  3. Aðalsteinn Leifsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari
  4. Diljá Ámundadóttir Zoega, sálgætir
  5. Auður Finnbogadóttir, stefnustjóri Kópavogsbæjar
  6. Gunnar Guðjónsson, ráðgjafi á BUGL
  7. Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir, umsjónarkennari
  8. Jón Óskar Sólnes, rekstrarhagfræðingur
  9. Erna Mist Yamagata, listmálari
  10. Ragnar Freyr Ingvarsson, læknir
  11. Kristín A Árnadóttir, fyrrverandi sendiherra
  12. Sverrir Páll Einarsson, nemi
  13. Eva Rakel Jónsdóttir, viðskiptafræðingur
  14. Arnór Heiðarsson, kennari og forstöðumaður hjá Vinnumálastofnun
  15. Eva María Mattadóttir, frumkvöðull
  16. Karl Sigurðsson, tónlistarmaður og tölvunarfræðingur
  17. Emilía Björt Írisard. Bachman, háskólanemi
  18. Elvar Geir Magnússon, ritstjóri
  19. Jarþrúður Ásmundsdóttir, viðskiptafræðingur
  20. Einar Ólafsson, rafvirki
  21. Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, leiklistar- og tónlistarfræðingur
  22. Daði Már Kristófersson, varaformaður Viðreisnar
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Jón Kristinn Einarsson
3
PistillUppgjör ársins 2024

Jón Kristinn Einarsson

Hjóm og há­vaði árs­ins 2024

Jón Krist­inn Ein­ars­son, doktorsnemi í sagn­fræði við Há­skól­ann í Chicago, ger­ir upp ár­ið sem fer senn að líða. Eft­ir því sem hann dvel­ur meir í for­tíð­inni hafi mörg af þeim stóru frétta­mál­um sem heltek­ið hafa op­in­bera um­ræðu á Ís­landi tek­ið á sig mynd dægra­stytt­ing­ar fyr­ir fréttafíkla. Á með­an sitji stóru mál­in sem mestu máli skipta gjarn­an eft­ir á hak­an­um. Til að mynda um­hverf­is- og lofts­lags­mál­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ísrael og Palestína: „Stjórnvöld sem líkja má við mafíur“
3
Viðtal

Ísra­el og Palestína: „Stjórn­völd sem líkja má við mafíur“

Dor­rit Moussai­eff er með mörg járn í eld­in­um. Hún ferð­ast víða um heim vegna starfs síns og eig­in­manns­ins, Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar, þekk­ir fólk frá öll­um heims­horn­um og hef­ur ákveðna sýn á við­skipta­líf­inu og heims­mál­un­um. Hún er heims­kona sem hef­ur í ára­tugi ver­ið áber­andi í við­skipta­líf­inu í Englandi. Þessi heims­kona og fyrr­ver­andi for­setafrú Ís­lands er elsku­leg og elsk­ar klón­aða hund­inn sinn, Sam­son, af öllu hjarta.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár