Arna Lára verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára Jóns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar, verð­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um. Listi flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi var einnig kynnt­ur fyrr í kvöld, en þar er Víð­ir Reyn­is­son odd­viti.

Arna Lára verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum í nóvember. Hún tók við sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sumarið 2022 en hefur jafnframt setið nokkrum sinnum sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. 

Framboðslisti flokksins var samþykktur á fundi kjör­dæm­is­ráðs í kvöld.

Annað sætið í kjördæminu skipar Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, verður í þriðja sæti og Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, í því fjórða. 

Í heiðurssætinu er Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður.

Í síðustu kosningum náði Samfylkingin ekki inn þingmanni í Norðvesturkjördæmi. 

Framboðslisti flokksins í Norðvesturkjördæmi er eftirfarandi:

  1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar
  2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ
  3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi
  4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra
  5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi
  6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði
  7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki
  8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum
  9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð
  10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu
  11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd
  12. Bakir Anwar Nassar  – starfsmaður Húsasmiðjunnar
  13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð
  14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður

Víðir leiðir í Suðurkjördæmi

Fyrr í kvöld var listi flokksins tilkynntur fyrir Suðurkjördæmi eftir fund kjördæmisráðs á Eyrarbakka. Í kjördæminu mun Víðir Reyn­is­son, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. 

Víðir Reynisson

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, skipar annað sætið sæti. Í þriðja sæti verður Sverrir Bergmann, söngvari  og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Fjórða sæti skipar Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi.

Heiðurssætin skipa Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður flokksins og þingmaður til fjölda ára.

Framboðslisti flokksins í Suðurkjördæmi er eftirfarandi:

  1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra
  2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu
  3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi
  5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði
  6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum
  7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi
  8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu
  9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags
  10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar
  11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS
  12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari
  13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi
  14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia
  15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður
  16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra
  17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu
  18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður
  20.  Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
6
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár