Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum í nóvember. Hún tók við sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sumarið 2022 en hefur jafnframt setið nokkrum sinnum sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna.
Framboðslisti flokksins var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld.
Annað sætið í kjördæminu skipar Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, verður í þriðja sæti og Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, í því fjórða.
Í heiðurssætinu er Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður.
Í síðustu kosningum náði Samfylkingin ekki inn þingmanni í Norðvesturkjördæmi.
Framboðslisti flokksins í Norðvesturkjördæmi er eftirfarandi:
- Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar
- Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ
- Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi
- Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra
- Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi
- Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði
- Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki
- Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum
- Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð
- Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu
- Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd
- Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar
- Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð
- Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður
Víðir leiðir í Suðurkjördæmi
Fyrr í kvöld var listi flokksins tilkynntur fyrir Suðurkjördæmi eftir fund kjördæmisráðs á Eyrarbakka. Í kjördæminu mun Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, leiða lista Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, skipar annað sætið sæti. Í þriðja sæti verður Sverrir Bergmann, söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Fjórða sæti skipar Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi.
Heiðurssætin skipa Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður flokksins og þingmaður til fjölda ára.
Framboðslisti flokksins í Suðurkjördæmi er eftirfarandi:
- Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra
- Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu
- Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
- Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi
- Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði
- Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum
- Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi
- Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu
- Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags
- Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar
- Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS
- Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari
- Borghildur Kristinsdóttir – bóndi
- Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia
- Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður
- Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra
- Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu
- Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
- Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður
- Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður
Athugasemdir