Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Arna Lára verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára Jóns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar, verð­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um. Listi flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi var einnig kynnt­ur fyrr í kvöld, en þar er Víð­ir Reyn­is­son odd­viti.

Arna Lára verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum í nóvember. Hún tók við sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sumarið 2022 en hefur jafnframt setið nokkrum sinnum sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. 

Framboðslisti flokksins var samþykktur á fundi kjör­dæm­is­ráðs í kvöld.

Annað sætið í kjördæminu skipar Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, verður í þriðja sæti og Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, í því fjórða. 

Í heiðurssætinu er Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður.

Í síðustu kosningum náði Samfylkingin ekki inn þingmanni í Norðvesturkjördæmi. 

Framboðslisti flokksins í Norðvesturkjördæmi er eftirfarandi:

  1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar
  2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ
  3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi
  4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra
  5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi
  6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði
  7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki
  8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum
  9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð
  10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu
  11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd
  12. Bakir Anwar Nassar  – starfsmaður Húsasmiðjunnar
  13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð
  14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður

Víðir leiðir í Suðurkjördæmi

Fyrr í kvöld var listi flokksins tilkynntur fyrir Suðurkjördæmi eftir fund kjördæmisráðs á Eyrarbakka. Í kjördæminu mun Víðir Reyn­is­son, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. 

Víðir Reynisson

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, skipar annað sætið sæti. Í þriðja sæti verður Sverrir Bergmann, söngvari  og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Fjórða sæti skipar Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi.

Heiðurssætin skipa Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður flokksins og þingmaður til fjölda ára.

Framboðslisti flokksins í Suðurkjördæmi er eftirfarandi:

  1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra
  2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu
  3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi
  5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði
  6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum
  7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi
  8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu
  9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags
  10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar
  11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS
  12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari
  13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi
  14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia
  15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður
  16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra
  17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu
  18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður
  20.  Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár