Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Arna Lára verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára Jóns­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarð­ar, verð­ur odd­viti Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í kom­andi al­þing­is­kosn­ing­um. Listi flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi var einnig kynnt­ur fyrr í kvöld, en þar er Víð­ir Reyn­is­son odd­viti.

Arna Lára verður oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðar, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum í nóvember. Hún tók við sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sumarið 2022 en hefur jafnframt setið nokkrum sinnum sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. 

Framboðslisti flokksins var samþykktur á fundi kjör­dæm­is­ráðs í kvöld.

Annað sætið í kjördæminu skipar Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ). Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, verður í þriðja sæti og Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, í því fjórða. 

Í heiðurssætinu er Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður.

Í síðustu kosningum náði Samfylkingin ekki inn þingmanni í Norðvesturkjördæmi. 

Framboðslisti flokksins í Norðvesturkjördæmi er eftirfarandi:

  1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar
  2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ
  3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi
  4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra
  5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi
  6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði
  7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki
  8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum
  9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð
  10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu
  11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd
  12. Bakir Anwar Nassar  – starfsmaður Húsasmiðjunnar
  13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð
  14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður

Víðir leiðir í Suðurkjördæmi

Fyrr í kvöld var listi flokksins tilkynntur fyrir Suðurkjördæmi eftir fund kjördæmisráðs á Eyrarbakka. Í kjördæminu mun Víðir Reyn­is­son, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs ríkislögreglustjóra, leiða lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um. 

Víðir Reynisson

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, skipar annað sætið sæti. Í þriðja sæti verður Sverrir Bergmann, söngvari  og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Fjórða sæti skipar Arna Ír Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi.

Heiðurssætin skipa Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingar og þingmaður, og Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi talsmaður flokksins og þingmaður til fjölda ára.

Framboðslisti flokksins í Suðurkjördæmi er eftirfarandi:

  1. Víðir Reynisson – yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra
  2. Ása Berglind Hjálmarsdóttir – bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu
  3. Sverrir Bergmann Magnússon – söngvari og bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  4. Arna Ír Gunnarsdóttir – bæjarfulltrúi í Árborg og félagsráðgjafi
  5. Ólafur Þór Ólafsson – stjórnsýslufræðingur og fyrrum sveitarstjóri á Tálknafirði
  6. Arndís María Kjartansdóttir – kennari og fasteignasali í Vestmannaeyjum
  7. Hlynur Snær Vilhjálmsson – iðnaðarmaður og nemi
  8. Vala Ósk Ólafsdóttir – félagsráðgjafi í barnaverndarþjónustu
  9. Gunnar Karl Ólafsson – starfsmaður Bárunnar stéttarfélags
  10. Eyrún Fríða Árnadóttir – formaður bæjarráðs Hornafjarðar
  11. Renuka Charee Perera – vörukynningar hjá MS
  12. Óðinn Hilmarsson – húsasmíðameistari
  13. Borghildur Kristinsdóttir – bóndi
  14. Marta Sigurðardóttir – sérfræðingur hjá Isavia
  15. Gísli Matthías Auðunsson – veitingamaður
  16. Eggert Valur Guðmundsson – oddviti Rangárþings ytra
  17. Lína Björg Tryggvadóttir – byggðaþróunarfulltrúi Uppsveita Árnessýslu
  18. Friðjón Einarsson – fyrrverandi bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ
  19. Margrét Frímannsdóttir – fyrrverandi alþingismaður
  20.  Oddný G. Harðardóttir – alþingismaður
Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár