Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Andrés Ingi bað um að fara neðar á lista

Pírata­þing­mað­ur­inn Andrés Ingi Jóns­son hlaut kosn­ingu í ann­að sæti á öðr­um hvor­um Reykja­vík­urlista Pírata fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar. Hann hef­ur beð­ið um að vera færð­ur nið­ur um eitt sæti.

Andrés Ingi bað um að fara neðar á lista

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vill færa sig niður um sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann hlaut kosningu í annað sæti á öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, eftir að hafa lent í fjórða sæti í sameiginlegu prófkjöri flokksins í Reykjavík. 

Hann segir á Facebook að hann sé þakklátur fyrir stuðninginn en að hann ætli ekki að taka annað sætið. „Það hefði hins vegar raðast þannig upp að í tveimur efstu sætunum hefðu verið karlar á fimmtugsaldri, sem mér finnst ekki hægt að bjóða kjósendum upp á,“ skrifar Andrés Ingi á Facebook. „Þess vegna ákvað ég að biðja kjörstjórn að setja mig í 3. sæti í Reykjavík-norður.“

Andrés verður þá á eftir Lenyu Rún Taha Karim og Halldóru Mogensen á lista í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Lenya Rún sigraði í prófkjörinu með flest atkvæði en Halldóra var þriðja, á eftir Birni Leví Gunnarssyni, sem leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður. 

Andrés Ingi var …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár