Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, vill færa sig niður um sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann hlaut kosningu í annað sæti á öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, eftir að hafa lent í fjórða sæti í sameiginlegu prófkjöri flokksins í Reykjavík.
Hann segir á Facebook að hann sé þakklátur fyrir stuðninginn en að hann ætli ekki að taka annað sætið. „Það hefði hins vegar raðast þannig upp að í tveimur efstu sætunum hefðu verið karlar á fimmtugsaldri, sem mér finnst ekki hægt að bjóða kjósendum upp á,“ skrifar Andrés Ingi á Facebook. „Þess vegna ákvað ég að biðja kjörstjórn að setja mig í 3. sæti í Reykjavík-norður.“
Andrés verður þá á eftir Lenyu Rún Taha Karim og Halldóru Mogensen á lista í Reykjavíkurkjördæmi Norður. Lenya Rún sigraði í prófkjörinu með flest atkvæði en Halldóra var þriðja, á eftir Birni Leví Gunnarssyni, sem leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Suður.
Andrés Ingi var …
Athugasemdir (1)