Viðreisn bætir við sig en Samfylkingin lækkar

Við­reisn bæt­ir við sig fylgi, Pírat­ar lækka í könn­un­um og það ger­ir Sam­fylk­ing­in sömu­leið­is en er enn langt um stærsti flokk­ur lands­ins. Þetta kem­ur fram í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar.

Viðreisn bætir við sig en Samfylkingin lækkar

Samkvæmt nýjustu kosningaspá Heimildarinnar er Viðreisn með 13,1% fylgi og hækkar sig í könnunum. Hann er fjórði stærsti flokkurinn þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið að undanförnu. Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærstur og bætir eilítið við sig. 

Kosningaspár Heimildarinnar eru unnar í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson, en hann hannaði kosningaspálíkan fyrir áratug sem vigtar fyrirliggjandi kannanir og spáir um líklegustu niðurstöðu. 

Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn samkvæmt kosningaspánni en tapar fylgi, er með 23,5% í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar en var með 25,8% í þeirri síðustu þar á undan. Miðflokkurinn er næst stærstur með 17,1% en hann fer niður úr 17,9% frá síðustu spá. 

Píratar fara niður um 2,5 prósentustig, voru með 8,1% en fara niður í 5,6% nú. 

Framsókn bætir aðeins við sig og er með 7,2% í nýjustu kosningaspánni. Vinstri græn hækka einnig lítillega, eru í 4,2% en voru áður 3,9%.

Flokkur fólksins er á svipuðum slóðum og áður, fer niður í 8,3%. Þá eru Sósíalistaflokkurinn nú með 5% en 4,8% samkvæmt síðustu spá

Fyrsta spáin unnin á miðvikudag

Heimildin birti fyrstu kosningaspá sína fyrir alþingiskosningarnar í helgarblaðinu sem kom út í dag, 18. október. 

Sú spá var unnin út frá þeim könnunum sem fyrir lágu á miðvikudag, þegar blaðið fór í prentun: könnun Maskínu sem gerð var dagana 7.-27. september sem vegur 29%,  Þjóðarpúlsi Gallup fyrir septembermánuð sem vegur 43% og könnun Prósents sem gerð var dagana 18. september - 3. október sem vegur 28%.

Nýjar kannanir bætast við

Í dag birtu síðan bæði Maskína og Prósent niðurstöður nýrra kannana og vann Baldur nýja kosningaspá með hliðsjón af þeim. Könnun Maskínu var gerð dagana 2.-18. október.  Könnun Prósents var unnin fyrir Morgunblaðið og nær hún yfir það sem af er októbermánaðar.

Þær kann­anir sem teknar eru gildar í kosn­inga­spá Heimildarinnar verða að upp­fylla lág­marksskil­yrði töl­fræði­legrar aðferða­fræði. Þar er litið til stærðar úrtaks­ins, fjölda svar­enda, könn­un­ar­tíma­bils og þess hvort úrtakið stand­ist kröfur til að reyn­ast mark­tækt, svo fátt eitt sé nefnt.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár