Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Viðreisn bætir við sig en Samfylkingin lækkar

Við­reisn bæt­ir við sig fylgi, Pírat­ar lækka í könn­un­um og það ger­ir Sam­fylk­ing­in sömu­leið­is en er enn langt um stærsti flokk­ur lands­ins. Þetta kem­ur fram í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar.

Viðreisn bætir við sig en Samfylkingin lækkar

Samkvæmt nýjustu kosningaspá Heimildarinnar er Viðreisn með 13,1% fylgi og hækkar sig í könnunum. Hann er fjórði stærsti flokkurinn þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið að undanförnu. Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærstur og bætir eilítið við sig. 

Kosningaspár Heimildarinnar eru unnar í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson, en hann hannaði kosningaspálíkan fyrir áratug sem vigtar fyrirliggjandi kannanir og spáir um líklegustu niðurstöðu. 

Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn samkvæmt kosningaspánni en tapar fylgi, er með 23,5% í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar en var með 25,8% í þeirri síðustu þar á undan. Miðflokkurinn er næst stærstur með 17,1% en hann fer niður úr 17,9% frá síðustu spá. 

Píratar fara niður um 2,5 prósentustig, voru með 8,1% en fara niður í 5,6% nú. 

Framsókn bætir aðeins við sig og er með 7,2% í nýjustu kosningaspánni. Vinstri græn hækka einnig lítillega, eru í 4,2% en voru áður 3,9%.

Flokkur fólksins er á svipuðum slóðum og áður, fer niður í 8,3%. Þá eru Sósíalistaflokkurinn nú með 5% en 4,8% samkvæmt síðustu spá

Fyrsta spáin unnin á miðvikudag

Heimildin birti fyrstu kosningaspá sína fyrir alþingiskosningarnar í helgarblaðinu sem kom út í dag, 18. október. 

Sú spá var unnin út frá þeim könnunum sem fyrir lágu á miðvikudag, þegar blaðið fór í prentun: könnun Maskínu sem gerð var dagana 7.-27. september sem vegur 29%,  Þjóðarpúlsi Gallup fyrir septembermánuð sem vegur 43% og könnun Prósents sem gerð var dagana 18. september - 3. október sem vegur 28%.

Nýjar kannanir bætast við

Í dag birtu síðan bæði Maskína og Prósent niðurstöður nýrra kannana og vann Baldur nýja kosningaspá með hliðsjón af þeim. Könnun Maskínu var gerð dagana 2.-18. október.  Könnun Prósents var unnin fyrir Morgunblaðið og nær hún yfir það sem af er októbermánaðar.

Þær kann­anir sem teknar eru gildar í kosn­inga­spá Heimildarinnar verða að upp­fylla lág­marksskil­yrði töl­fræði­legrar aðferða­fræði. Þar er litið til stærðar úrtaks­ins, fjölda svar­enda, könn­un­ar­tíma­bils og þess hvort úrtakið stand­ist kröfur til að reyn­ast mark­tækt, svo fátt eitt sé nefnt.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu