Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Viðreisn bætir við sig en Samfylkingin lækkar

Við­reisn bæt­ir við sig fylgi, Pírat­ar lækka í könn­un­um og það ger­ir Sam­fylk­ing­in sömu­leið­is en er enn langt um stærsti flokk­ur lands­ins. Þetta kem­ur fram í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar.

Viðreisn bætir við sig en Samfylkingin lækkar

Samkvæmt nýjustu kosningaspá Heimildarinnar er Viðreisn með 13,1% fylgi og hækkar sig í könnunum. Hann er fjórði stærsti flokkurinn þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið að undanförnu. Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærstur og bætir eilítið við sig. 

Kosningaspár Heimildarinnar eru unnar í samstarfi við dr. Baldur Héðinsson, en hann hannaði kosningaspálíkan fyrir áratug sem vigtar fyrirliggjandi kannanir og spáir um líklegustu niðurstöðu. 

Samfylkingin er enn stærsti flokkurinn samkvæmt kosningaspánni en tapar fylgi, er með 23,5% í nýjustu kosningaspá Heimildarinnar en var með 25,8% í þeirri síðustu þar á undan. Miðflokkurinn er næst stærstur með 17,1% en hann fer niður úr 17,9% frá síðustu spá. 

Píratar fara niður um 2,5 prósentustig, voru með 8,1% en fara niður í 5,6% nú. 

Framsókn bætir aðeins við sig og er með 7,2% í nýjustu kosningaspánni. Vinstri græn hækka einnig lítillega, eru í 4,2% en voru áður 3,9%.

Flokkur fólksins er á svipuðum slóðum og áður, fer niður í 8,3%. Þá eru Sósíalistaflokkurinn nú með 5% en 4,8% samkvæmt síðustu spá

Fyrsta spáin unnin á miðvikudag

Heimildin birti fyrstu kosningaspá sína fyrir alþingiskosningarnar í helgarblaðinu sem kom út í dag, 18. október. 

Sú spá var unnin út frá þeim könnunum sem fyrir lágu á miðvikudag, þegar blaðið fór í prentun: könnun Maskínu sem gerð var dagana 7.-27. september sem vegur 29%,  Þjóðarpúlsi Gallup fyrir septembermánuð sem vegur 43% og könnun Prósents sem gerð var dagana 18. september - 3. október sem vegur 28%.

Nýjar kannanir bætast við

Í dag birtu síðan bæði Maskína og Prósent niðurstöður nýrra kannana og vann Baldur nýja kosningaspá með hliðsjón af þeim. Könnun Maskínu var gerð dagana 2.-18. október.  Könnun Prósents var unnin fyrir Morgunblaðið og nær hún yfir það sem af er októbermánaðar.

Þær kann­anir sem teknar eru gildar í kosn­inga­spá Heimildarinnar verða að upp­fylla lág­marksskil­yrði töl­fræði­legrar aðferða­fræði. Þar er litið til stærðar úrtaks­ins, fjölda svar­enda, könn­un­ar­tíma­bils og þess hvort úrtakið stand­ist kröfur til að reyn­ast mark­tækt, svo fátt eitt sé nefnt.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár