Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

200 milljónir í endurbætur á nýjum leikskóla

Áætl­að­ur kostn­að­ur við fram­kvæmd­ir vegna end­ur­bóta á hús­næði leik­skól­ans Brákar­borg­ar er um 200 millj­ón­ir króna. Leik­skól­inn hóf starf­semi fyr­ir tveim­ur ár­um í end­ur­nýj­uðu hús­næði við Klepps­veg sem áð­ur hýsti kyn­lífs­hjálp­ar­tækja­versl­un.

200 milljónir í endurbætur á nýjum leikskóla
Mistök í hönnun og framkvæmd Þak leikskólans Brákarborgar, sem hóf starfsemi á Kleppsvegi fyrir tveimur árum, stenst ekki burðarþol. Torf á þakinu hefur verið fjarlægt og framkvæmdir eru í undirbúningi. Áætlaður kostanður er 200 milljónir króna. Mynd: Golli

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á húsnæði leikskólans Brákarborgar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um 200 milljónir króna.

Leikskólinn Brákarborg var áður til húsa við Brákarsund en starfsemin var flutt á Kleppsveg 150 til 152 sumarið 2022 í uppgert húsnæði þar sem kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva var áður til húsa. Á Brákarborg eru 100 börn á sex deildum og á leikskólanum starfa um 30 manns. Þegar leikskólinn tók til starfa á Kleppsvegi fékk Reykja­vík­ur­borg viður­kenn­ing­una Grænu skófl­una fyr­ir bygg­ingu leik­skól­ans en verðlaunin eru veitt fyr­ir mann­virki sem byggt hef­ur verið með framúrsk­ar­andi vist­væn­um og sjálf­bær­um áhersl­um.

Skömmu eftir verðlaunaafhendinguna ákvað umhverfis- og skipulagssvið að fara í ítarlega skoðun á burðarvirki Brákarborgar í kjölfar ábendingar starfsfólks. Reykjavíkurborg fékk verkfræðistofurnar Verkís og VSÓ til að taka út burðarvirki leikskólans eftir að athugasemdir bárust. Niðurstaða þeirra er að þakið stenst ekki ítrustu staðla nútímabygginga varðandi burðarþol. Í ljós kom að reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þakinu var meira en tilgreint var á teikningum.

„Því sé ljóst að mistök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd við Brákarborg. Reykjavíkurborg hefur þegar sent öllum verktökum og ráðgjöfum sem komu að verkinu formlegt bréf þar sem tilkynnt er um mögulega hönnunar- og eða framkvæmdagalla og að skoðað verði hvar ábyrgðin liggi,“ segir í greinargerð borgarráðs sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri undirritaði 20. ágúst síðastliðinn. Ákveðið var að rýma leikskólann og var starfsemin flutt í Ármúla 28 til 30 þar sem hún verður á meðan framkvæmdir standa yfir. 

„Því sé ljóst að mistök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd við Brákarborg“
Úr greinargerð um Brákarborg,
undirrituð af Einari Þorsteinssyni borgarstjóra

Í framhaldi af því var lagt til að borgarráð samþykkti að fela Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á ferlinu í kringum byggingu leikskólans Brákarborgar þegar kemur að hönnun, framkvæmdum og eftirliti leikskólans. Það hefur nú gengið eftir og áætlað er að framkvæmdir hefjist bráðlega. Meðal þess sem verður gert er að fjarlægja torf af þaki leikskólans, uppbygging þakvirkis verður endurskoðuð og endurhönnuð ásamt því að styrkingum verður bætt við innanhúss.

Foreldrar á Brákarborg voru boðaðir á upplýsingafund á miðvikudag þar sem farið var yfir framkvæmdaáætlun. Áætlað er að framkvæmdunum verði lokið á fyrri helmingi næsta árs.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár