Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

200 milljónir í endurbætur á nýjum leikskóla

Áætl­að­ur kostn­að­ur við fram­kvæmd­ir vegna end­ur­bóta á hús­næði leik­skól­ans Brákar­borg­ar er um 200 millj­ón­ir króna. Leik­skól­inn hóf starf­semi fyr­ir tveim­ur ár­um í end­ur­nýj­uðu hús­næði við Klepps­veg sem áð­ur hýsti kyn­lífs­hjálp­ar­tækja­versl­un.

200 milljónir í endurbætur á nýjum leikskóla
Mistök í hönnun og framkvæmd Þak leikskólans Brákarborgar, sem hóf starfsemi á Kleppsvegi fyrir tveimur árum, stenst ekki burðarþol. Torf á þakinu hefur verið fjarlægt og framkvæmdir eru í undirbúningi. Áætlaður kostanður er 200 milljónir króna. Mynd: Golli

Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á húsnæði leikskólans Brákarborgar. Áætlaður kostnaður við framkvæmdirnar er um 200 milljónir króna.

Leikskólinn Brákarborg var áður til húsa við Brákarsund en starfsemin var flutt á Kleppsveg 150 til 152 sumarið 2022 í uppgert húsnæði þar sem kynlífshjálpartækjaverslunin Adam og Eva var áður til húsa. Á Brákarborg eru 100 börn á sex deildum og á leikskólanum starfa um 30 manns. Þegar leikskólinn tók til starfa á Kleppsvegi fékk Reykja­vík­ur­borg viður­kenn­ing­una Grænu skófl­una fyr­ir bygg­ingu leik­skól­ans en verðlaunin eru veitt fyr­ir mann­virki sem byggt hef­ur verið með framúrsk­ar­andi vist­væn­um og sjálf­bær­um áhersl­um.

Skömmu eftir verðlaunaafhendinguna ákvað umhverfis- og skipulagssvið að fara í ítarlega skoðun á burðarvirki Brákarborgar í kjölfar ábendingar starfsfólks. Reykjavíkurborg fékk verkfræðistofurnar Verkís og VSÓ til að taka út burðarvirki leikskólans eftir að athugasemdir bárust. Niðurstaða þeirra er að þakið stenst ekki ítrustu staðla nútímabygginga varðandi burðarþol. Í ljós kom að reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þakinu var meira en tilgreint var á teikningum.

„Því sé ljóst að mistök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd við Brákarborg. Reykjavíkurborg hefur þegar sent öllum verktökum og ráðgjöfum sem komu að verkinu formlegt bréf þar sem tilkynnt er um mögulega hönnunar- og eða framkvæmdagalla og að skoðað verði hvar ábyrgðin liggi,“ segir í greinargerð borgarráðs sem Einar Þorsteinsson borgarstjóri undirritaði 20. ágúst síðastliðinn. Ákveðið var að rýma leikskólann og var starfsemin flutt í Ármúla 28 til 30 þar sem hún verður á meðan framkvæmdir standa yfir. 

„Því sé ljóst að mistök voru gerð í hönnun og/eða framkvæmd við Brákarborg“
Úr greinargerð um Brákarborg,
undirrituð af Einari Þorsteinssyni borgarstjóra

Í framhaldi af því var lagt til að borgarráð samþykkti að fela Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar að ráðast í heildarúttekt á ferlinu í kringum byggingu leikskólans Brákarborgar þegar kemur að hönnun, framkvæmdum og eftirliti leikskólans. Það hefur nú gengið eftir og áætlað er að framkvæmdir hefjist bráðlega. Meðal þess sem verður gert er að fjarlægja torf af þaki leikskólans, uppbygging þakvirkis verður endurskoðuð og endurhönnuð ásamt því að styrkingum verður bætt við innanhúss.

Foreldrar á Brákarborg voru boðaðir á upplýsingafund á miðvikudag þar sem farið var yfir framkvæmdaáætlun. Áætlað er að framkvæmdunum verði lokið á fyrri helmingi næsta árs.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár