Dofri dæmdur fyrir tálmun

Dof­ri Her­manns­son, stjórn­ar­mað­ur í Fé­lagi um for­eldra­jafn­rétti, hef­ur ver­ið dæmd­ur í 10 mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir að hafa hald­ið dótt­ur sinni frá móð­ur henn­ar.

Dofri dæmdur fyrir tálmun
Dofri Hermannsson Félag um foreldrajafnrétti berst fyrir umgengni beggja foreldra við börn sín. Dofri situr þar í stjórn en var áður formaður félagsins. Mynd: Kristinn Magnússon

Dofri Hermannsson, stjórnarmaður í Félagi um foreldrajafnrétti, var á dögunum dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir sifskaparbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þá á hann að greiða barnsmóður sinni 1,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur.

Það sem Dofri vann sér til saka var að svipta fyrrverandi konu sína valdi og umsjón yfir dóttur þeirra. Tálmunin stóð yfir á tímabilinu 15. maí 2020 til 29. nóvember 2021. Stúlkan sinnti ekki reglulegri skólasókn á meðan.

Vorið 2020 neitaði Dofri að afhenda fyrrverandi eiginkonu sinni dóttur þeirra eftir að hún hafði dvalið á heimili hans samkvæmt samkomulagi, en þau deildu forsjá. Dóttirin var þá tíu ára. Hún umgekkst móður sína nánast ekkert þá 18 mánuði sem fylgdu.

Fjallað var um brottnám stúlkunnar í fjölmiðlum á sínum tíma. Þá hafði Dofri farið með dóttur sína út á land og hélt þar …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingimundur Stefánsson skrifaði
    Heimildin, hvað kemur stjórnarseta í Jafnréttisráði þessu tálmunarmáli við? Þið hafið áður tilgreint stjórnarsetuna, en aldrei útskýrt hvað stjórnarmaðurinn á að hafa gert rangt í setu sinni í Jafnréttisráði. Er ekki kominn tími á að þið útskýrið tenginguna fyrir okkur lesendum?

    Getur Heimildin upplýst okkur lesendur frekar? Því dómurinn virðist ekki finnast á vef dómsstólanna og við getum því ekki lesið sjálf. Út frá umfjöllun Vísis vaknar spurningin hvort meint ofbeldi móður hafi aldrei verið rannsakað af hálfu lögreglu. Er það rétt? Ef svo hefur Heimildin spurt af hverju? Og af hverju trúðu matsmenn dóms að ásakanir gagnvart móður væru talsvert litilvægar en að faðir gæti réttlætt framgöngu sína?

    Vísir: "Fram kemur að margir þeirra sem hittu dótturina á ákveðnu tímabili hefðu borið um frásagnir hennar af meintu ofbeldi móðurinnar. Þetta væru... sem og sérfræðingar sem voru kvaddir til af hálfu Barnaverndar og dómstóla."

    "Í dómi héraðsdóms er vísað til fjölda sérfræðinga sem hafi ekki tekið undir afstöðu föðurins um að stúlkan gæti ekki umgengist móðurina. Þvert á móti væri það á ábyrgð föðurins að samband móðurinnar og dótturinnar hefði rofnað."

    "Dómkvaddir matsmenn...skoðað málið mjög ítarlega...niðurstöðu að faðirinn hefði brugðist uppeldishlutverki sínu með því að hindra að hún færi aftur til föðurins. Þess í stað hefði hann numið hana á brott til að einangra hana enn frekar gagnvart móðurinni og móðurfjölskyldu.

    Þessir matsmenn mátu ásakanirnar gagnvart móðurinni talsvert lítilvægari en svo að hægt væri að réttlæta framgöngu föðurins. Dómurinn sagðist ekki hafa neina ástæðu til að draga þetta í efa."
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ekki lengur hægt að gera atlögu að Bjarna fyrir kosningar
4
GreiningStjórnarslit 2024

Ekki leng­ur hægt að gera at­lögu að Bjarna fyr­ir kosn­ing­ar

Síð­an Bjarni Bene­dikts­son tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokkn­um hef­ur því ít­rek­að ver­ið velt upp hvort tími hans sé lið­inn. Enn sem kom­ið er hef­ur sand­ur­inn í hans póli­tíska stund­arglasi ekki runn­ið út. Hann virð­ist ná að snúa því aft­ur og aft­ur rétt áð­ur en síð­ustu sand­korn­in detta. Með því að slíta stjórn­ar­sam­starf­inu styrkti Bjarni stöðu sína og kom í veg fyr­ir inn­an­búð­arat­lögu gegn sér fyr­ir kosn­ing­ar, seg­ir stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Hagkaup hættir með Sodastream vegna mótmælaaðgerða
5
Fréttir

Hag­kaup hætt­ir með Sod­a­stream vegna mót­mæla­að­gerða

Að­gerða­sinn­ar sem hvetja til snið­göngu á vör­um frá Ísra­el hafa sett límmiða á Sod­a­stream-vör­ur í Hag­kaup­um og þannig vald­ið skemmd­um á um­búð­un­um. Sig­urð­ur Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups seg­ir um­boðs­að­ila Sod­a­stream á Ís­landi hafa end­urkall­að vör­urn­ar vegna þessa. „Ég er mað­ur frið­ar,“ seg­ir fram­kvæmda­stjór­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
6
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár