Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Oddný gefur ekki kost á sér

Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og fyrr­um ráð­herra, mun ekki sækj­ast eft­ir því að kom­ast á þing í kosn­ing­un­um í nóv­em­ber. Aðr­ir þing­menn hafa lýst því yf­ir í dag að þeir muni ekki sækj­ast eft­ir end­ur­kjöri.

Oddný gefur ekki kost á sér

Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Þessu greindi hún frá á Facebook rétt í þessu. 

Oddný hefur setið á þingi fyrir Suðurkjördæmi frá árinu 2009. Hún var fjármálaráðherra árin 2011-2012, þá var hún einnig iðnaðarráðherra á tímabili árið 2012. „Ég hef verið að melta þessa ákvörðun með mér og fjölskyldu minni lengi og þetta er niðurstaðan. Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil,“ segir hún.

Oddný er annar tveggja fyrrverandi ráðherra í þingliði Samfylkingarinnar, því auk hennar sat Þórunn Sveinbjarnardóttir sem ráðherra í hrunstjórninni. Þórunn var oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og vill vera það aftur nú. Þar hefur Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hins vegar skorað hana á hólm. Hann hefur líka ráðherrareynslu, eftir að hafa setið í eitt ár sem velferðarráðherra í byrjun tíunda áratugarins. 

Steinunn Þóra og Óli Björn tilkynntu fyrr í …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Alþingiskosningar 2024

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár