Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tekið þá ákvörðun að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Þessu greindi hún frá á Facebook rétt í þessu.
Oddný hefur setið á þingi fyrir Suðurkjördæmi frá árinu 2009. Hún var fjármálaráðherra árin 2011-2012, þá var hún einnig iðnaðarráðherra á tímabili árið 2012. „Ég hef verið að melta þessa ákvörðun með mér og fjölskyldu minni lengi og þetta er niðurstaðan. Þetta verður mitt síðasta kjörtímabil,“ segir hún.
Oddný er annar tveggja fyrrverandi ráðherra í þingliði Samfylkingarinnar, því auk hennar sat Þórunn Sveinbjarnardóttir sem ráðherra í hrunstjórninni. Þórunn var oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu kosningum og vill vera það aftur nú. Þar hefur Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, hins vegar skorað hana á hólm. Hann hefur líka ráðherrareynslu, eftir að hafa setið í eitt ár sem velferðarráðherra í byrjun tíunda áratugarins.
Athugasemdir