Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Börn í bíó! – og líka fullorðnir ...

Börn geta hugs­að sér gott til glóð­ar­inn­ar því nú er ekki bara hrekkju­vak­an fram und­an held­ur líka Al­þjóð­lega barna­kvik­mynda­há­tíð­in í Bíó Para­dís. Há­tíð­in fer fram dag­ana 26. októ­ber til 3. nóv­em­ber og þar verð­ur held­ur bet­ur fjör. Og auð­vit­að líka fyr­ir full­orðna!

Börn í bíó! – og líka fullorðnir ...
Bíó Paradís er heimili kvikmyndanna – og þar með áhorfenda. Bæði heimili fyrir börn og fullorðna. Mynd: Bára Huld Beck

Börn og unglingar geta valið úr alþjóðlegum verðlaunamyndum, skellt sér á spennandi námskeið og stigið inn í göldrótta veröld bíómynda – í Bíó Paradís. Veröld sem opnar heiminn en verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Í ár er þema hátíðarinnar teiknimyndagerð eða animation. Opnunarmyndin er ævintýramyndin Kisi en hún fjallar um hinn einmana kisa sem finnur skjól á báti eftir flóð, þar búa alls konar dýr og hefst þar með ferð þar sem samvinna dýranna skiptir sköpum. Myndin vann áhorfendaverðlun á Annecy-teiknimyndahátíðinni 2024. Hún er án tals og er við hæfi níu ára barna og eldri.

Opnunarmyndin KisiMynd úr kvikmyndinni Kisi sem opnar kvikmyndahátíð barnanna.

Jólamynd fyrir yngri börnin

Yngri börn geta m.a. hlakkað til að sjá jólamynd. En frumsýnd verður myndin Jólaævintýri dýranna – sem byrjar svo í almennum sýningum þann 27. nóvember. Hún er talsett á íslensku og er ævintýri um norðurslóðir. Jólatöfrar fléttast saman við fimm hugljúfar sögur eftir fimm konur sem eru allar evrópskir leikstjórar.

Dýrin, jólin og börnin! Jólaævintýri dýranna er mynd fyrir yngri börn.

Námskeið fyrir krakka

Þá geta m.a. börn á aldrinum 8–10 ára skellt sér á námskeið í skapandi teiknimyndagerð hjá Unu Lorenen, leikstjóra og listamanni. Og stelpum á aldrinum 10–12 ára er bent á námskeiðið Stelpur leika! Þar verður farið í saumana á hvernig á að undirbúa sig fyrir áheyrnarprufur og leika í kvikmynd. Vigfús Þormar Gunnarsson leiðbeinir, en hann er séræfður í leikaravali fyrir kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar.

Veglega dagskrá hátíðarinnar má finna á heimasíðu Bíó Paradís. Nánar tiltekið á: https://bioparadis.is/vidburdir/barnakvikmyndahatid-2024/

Kvikmyndafræðsla fyrir grunnskóla

Alþjóðlega barnakvikmyndahátíðin og Bíó Paradís standa einnig fyrir kvikmyndafræðslu fyirr grunnskóla. Því verður jafnframt boðið upp á skólasýningar á verðlaunamyndum fyrir börn og unglinga. Boðinu er beint til allra grunnskóla á landsbyggðinni í samstarfi við List fyrir alla. Rafrænt kennsluefni fylgir myndunum en það gerði kvikmyndafræðingurinn Oddný Sen sem séð hefur um kvikmyndafræðslu í Bíó Paradís. Myndirnar verður hægt að sjá á Heimabíó Paradís, en þar verður að finna hlekk á rafrænt kennsluefni frá 30. október–1. nóvember 2024. 

Þá verður einnig boðið upp á skólasýningar fyrir börn og ungmenni á höfuðborgarsvæðinu. Kennarar geta endurgjaldslaust pantað sæti fyrir bekkinn sinn á skólasýningarnar með skráningu í tölvupósti á netfangið: lisa@bioparadis.is En þar þarf að gefa upp nafn og netfang kennara, fjölda nemenda og aldur þeirra – fyrir 21. október.

Stanslaus hátíð fyrir fullorðna!

Fullorðnir geta líka reimað á sig bíóskóna og búið sig undir fjörmikla dagskrá í Bíó Paradís í haust, bæði bíómyndir og heimildamyndir. Að vanda verða fastir viðburðir eins og Föstudagspartísýningar  og Svartir sunnudagar og Bíótekið og Miðvikudagsbíó – svo stiklað sé á stóru. En það verður líka boðið upp á nýjan dagskrárlið sem kallast: Kvöldstund með … Þá geta bíógestir hitt þekkta kvikmyndagerðarmenn, innlenda og erlenda, á sýningum eða frumsýningum mynda.

Strax núna 31. október mætir danska leikkonan Trine Dyrholm á næstu kvöldstund, en hún leikur eitt aðalhlutverkið í myndinni sem sýnd verður fyrir spjallið og heitir Stúlkan með nálina eftir Magnus von Horn. Þess má geta að hún dvelur nú hér á landi við tökur á þáttaröðinni Danska konan í leikstjórn Benedikts Erlingssonar.

Svo nú er bara að fá sér popp & kók eða bjór & popp – týna sér í bíó og hitta sálufélaga sína. Jafnvel lenda á séns í fordyrinu – ef þú ert á lausu og fullorðinn áhorfandi á seiðandi kvöldsýningu. Já, eða bara ein/einn að hanga á sunnudegi í rómantík bíóveraldarinnar ! Og ... ! Kannski má bara búa til barn eftir bíóið og fara síðan með það á kvikmyndahátíð fyrir börn – og njóta þess að vera krakki að uppgötva veröldina. Í veröld kvikmyndanna getur jú allt gerst.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
6
Fréttir

All­ir for­setafram­bjóð­end­ur nema einn horfa fram á af­hroð í þing­kosn­ing­um

Aldrei hafa fleiri for­setafram­bjóð­end­ur gef­ið kost á sér til al­þing­is og í ár. Fjór­ir fram­bjóð­end­ur reyna að ná hylli kjós­enda með nokk­uð eins­leit­um ár­angri. Tveir eru lík­leg­ir inn á þing, Jón Gn­arr sem er í Við­reisn og Halla Hrund Loga­dótt­ir, sem leið­ir lista Fram­sókn­ar í Suð­ur­kjör­dæmi, sem er þó langt fyr­ir neð­an kjör­fylgi. Minni lík­ur eru á að hinir tveir kom­ist inn. Stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir him­inn og haf á milli for­seta- og al­þing­is­kosn­inga.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár