Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Ég beiti ekki valdi

Christian er þekkt­ur á göt­unni sem „ör­ygg­is­vörð­ur­inn frá Hollandi sem öll­um lík­ar við“. Hann beit­ir ekki valdi í starfi sínu held­ur mennsku. „Fal­leg orð er allt sem þarf.“

Ég beiti ekki valdi
Góðmennska „Það er engin ástæða til að vera vondur, það er nóg af illsku í heiminum nú þegar,“ segir öryggisvörðurinn Christian. Mynd: Golli

„Hér á Vesturgötunni sé ég til þess að læknarnir geti sinnt starfi sínu án þess að vera ónáðaðir af ókurteisum sjúklingum eða öðrum sem eiga ekki erindi á heilsugæsluna. Stundum kemur fólk hingað undir áhrifum og krefst þess að fá lyf. Stundum þegar það fær ekki það sem það vill verður það árásargjarnt. Þetta var krefjandi starf í fyrstu, þegar ég byrjaði fyrir þremur árum voru mörg atvik daglega, það tók mig nokkra mánuði að koma reglu á hlutina.

Fólkið sem var að leita hingað kann vel við mig, kannski af því að ég er frá Hollandi og þar er frjálslynd stefna þegar kemur að vímuefnanotkun. Ég kem fram við fólkið af virðingu, það hefur kannski tekið slæmar ákvarðanir en ég dæmi það ekki. Ég kem fram við þau eins og manneskjur, hvort sem þau komu sér sjálf í þessar aðstæður eða ekki. Þau eru fyrst og fremst manneskjur, ég reyni að hjálpa þeim, ef þeim er kalt færi ég þeim kaffi, ef þau hafa óhreinkað sig færi ég þeim hreinsiklúta. Þetta eru litlir hlutir sem leiða til fallegra og uppbyggilegra samskipta. 

„Ég reyni að dreifa smá góðmennsku. Ég brosi með spékoppunum mínum og býð góðan dag.“

Ég er þekktur á götunni sem öryggisvörðurinn frá Hollandi sem öllum líkar við. Það er afrakstur vinnu minnar hér á Vesturgötunni, ég beiti ekki valdboði, ég er ekki einráður. Þetta snýst um mennsku. Það er engin ástæða til að vera vondur, það er nóg af illsku í heiminum nú þegar. Ég reyni að dreifa smá góðmennsku. Ég brosi með spékoppunum mínum og býð góðan dag. Það veitir mér sjálfum hlýju.

Falleg orð er allt sem þarf, þetta er fólk sem er vant árásargjarnri hegðun frá öðrum öryggisvörðum og kannski lögreglu. Það skilar sér, það er mjög rólegt hérna núna, ég sit hérna í níu og hálfan klukkutíma á degi hverjum að bíða eftir vandræðum. En það eru eiginlega engin vandræði lengur. Tíðindalítill dagur er góður dagur. Ég reyni að halda mér uppteknum, ég aðstoða gamla fólkið þegar það kemur, aðstoða það í og úr leigubílnum, ég opna dyrnar, ég kem með dagblöðin, ég fer út með ruslið. Ekki af því að ég þurfi að gera það heldur af því að mig langar að gera það.

Þetta er þýðingarmesta starf sem ég hef sinnt, þetta er í fyrsta sinn sem mér finnst starf mitt koma að gagni. Ég held að ég sé rétti maðurinn í starfið. Það eru aðrir sem hafa hætt af því að þetta var of erfitt, andlega og líkamlega. Ég hef reynslu af því að vinna með fíklum í Amsterdam og sú reynsla nýtist vel.

Ég kom hingað árið 2016 vegna íslenskrar konu og hef verið hér síðan. Við erum ekki saman í dag en hún er enn hluti af mínu lífi. Hún á 10 ára son sem ég kalla son minn, ég hef tekið þátt í að ala hann upp frá því að hann var eins og hálfs árs. Hann kallar mig pabba. Og þannig verður það alltaf. 

Fæðing sonar míns heima í Hollandi var vendipunktur í mínu lífi. Það breytti mér að halda á honum nokkurra mínútna gömlum. Ég endurmat ákvarðanir mínar í lífinu og hvert ég vildi stefna og hvers konar fordæmi ég vil gefa. Ég vildi verða betri manneskja. Hann er 11 ára í dag og það er liðinn dágóður tími frá því ég hitti hann síðast, því miður. En vonandi styttist í það.“

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Lilja Rafney Magnúsdóttir
1
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
6
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár