Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fékk lýðræðið í afmælisgjöf og missti svo vinnuna

Enn einu sinni hélt Bjarki Þór Grön­feldt upp á af­mæl­ið sitt í kosn­inga­bar­áttu. En í þetta sinn bætt­ist at­vinnum­iss­ir við. Þrátt fyr­ir það er hann óvenju létt­ur í bragði.

Fékk lýðræðið í afmælisgjöf og missti svo vinnuna
Til aðstoðar Bjarki Þór hefur notið þess að vinna í ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála. Þeim tíma er nú lokið. Mynd: Aðsend

Ég náði að slaka svo vel á í sveitinni um helgina. Hafði það reglulega gott. En ég hefði mátt vita að þetta væri svikalogn,“ segir Bjarki Þór Grönfeldt, sem var aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, þar til á þriðjudagskvöld. Bjarki átti stórafmæli á mánudag, daginn eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sleit stjórnarsamstarfinu. Eftir að hafa tekist á við stór mál í haust og að afloknum landsfundi Vinstri grænna undir stjórn nýs formanns, taldi Bjarki að skapast hefði örlítið rými til að njóta fallega haustsins í ró og næði.

En svo var friðurinn úti.

Naut afmælis í skugga stjórnarslita

„Ég lít svo á að ég hafi fengið lýðræðið í afmælisgjöf,“ segir Bjarki spurður um hvernig það hafi verið að fagna þrítugsafmæli við þessar óvenjulegu aðstæður. Afmælisdagurinn er 14. október en daginn áður hafði Bjarni boðað til blaðamannafundarins afdrifaríka. „Ég hafði vonast til þess að samstarfið myndi halda áfram og flokkarnir myndu ná að sameinast um ákveðin forgangsmál. Það var mín skoðun að það væri langbest að kjósa í vor. En svo var þessi ákvörðun tekin af okkar samstarfsflokki og hún stendur auðvitað bara.“

„Ég elska kosningabaráttu“

Mitt í ólgu og óvissu segist Bjarki þó hafa náð að njóta afmælisdagsins. Hann kom með köku í vinnuna og fékk húfu í afmælisgjöf frá samstarfsfólkinu, enda hafði hann verið húfulaus í haustferð ráðuneytisins nokkru áður og mörgum fundist það helst til kuldalegt.

Skemmtilegt gigg

Eftir að Vinstri græn ákváðu að sitja ekki í starfsstjórn þeirri sem nú starfar í landinu eru þingmenn flokksins ekki lengur ráðherrar og Bjarki missti því vinnuna. Hann nýtur þó biðlauna næstu þrjá mánuði. 

Þegar hann er spurður hvernig honum líði vitnar Bjarki í dr. Seuss: „Ekki gráta af því þessu er lokið. Brostu yfir því að það gerðist!“ Þetta segist hann ætla að tileinka sér.

Bjarki segist hafa notið þess mjög að vinna í ráðuneyti félags- og vinnumarkaðsmála. Er hann tók við starfi aðstoðarmanns Guðmundar Inga í febrúar hafi hann gert sér grein fyrir því að ekki væri um starf til langrar framtíðar að ræða. Á þeim tímapunkti hafi enda verið orðið ljóst að líklega væri farið að styttast í annan enda samstarfs Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks.

„Ég hef alltaf séð þetta sem svona gigg,“ segir hann um aðstoðarmannsstarfið. Gigg sem varð mun skemmtilegra en hann hafði átt von á og mjög lærdómsríkt að auki. Nú taki hins vegar kosningabaráttan við. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Bjarki heldur upp á afmæli sitt í kosningabaráttu sem hann sjálfur tekur þátt í sem félagi í Vinstri grænum. Það gerði hann eftir stjórnarslit 2016 og aftur 2017. „Ég elska kosningabaráttu,“ segir Bjarki fullur eftirvæntingar. Spurður hvort hann verði í framboði í þetta sinn svarar hann eins og sannur pólitíkus: „Menn hafa komið að máli við mig!“

Í fullri alvöru segir hann svo: „Ég hef fengið hvatningar úr nokkrum áttum og er þakklátur fyrir það en ætla ekki fram í þetta skiptið. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
3
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
5
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár