„Það kom svolítið á óvart,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokks og fjármálaráðherra, í kvöldfréttum RÚV í kvöld, í fyrsta viðtali sem hann hefur veitt síðan Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti óvænt í morgun um að hann hefði beðið forseta um þingrof og nýjar kosningar.
Sigurður Ingi tók undir með Svandísi Svavarsdóttur, formanni Vinstri grænna, um að ákvörðun Bjarna hafi komið á óvart eftir að þau þrjú áttu fund í gær um framtíð samstarfsins.
„Við tókum þetta samtal í gær þar sem við vorum að velta vöngum hvort hægt væri að ná saman um þessi mál,“ sagði Sigurður og að það væri greinilega mat forsætisráðherra að hann gæti ekki haldið áfram samstarfinu og sagði hann einann hafa ákveðið „að henda inn handklæðinu“.
„Ég hef sérstaklega séð þingflokk Sjálfstæðisflokksins vera í tíma og ótíma að segja að þeir séu ekki til í neinar málamiðlanir“
Fram hefur komið í dag að Bjarni tilkynnti …
Athugasemdir