Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Sonur Bláhosu: „Þá verð ég ekki sauðaþjófur“

Var það ekki Jón Sig­urðs­son sem lét svo um mælt að Jón Ara­son Hóla­bisk­up á 16. öld hefði ver­ið „síð­asti Ís­lend­ing­ur­inn“? En hvað vit­um við um hann ann­að en að hann var dæmd­ur af danskri slekt og dó svo fyr­ir kóngs­ins mekt?

<span>Sonur Bláhosu:</span> „Þá verð ég ekki sauðaþjófur“
Því miður er engin mynd til af Jóni Arasyni. Þessa mynd af ungum manni á svipuðum aldri og Jón málaði Albrecht Dürer árið 1500.

Jón Arason Hólabiskup var sennilega fæddur um 1483 að Laugalandi í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Ari Sigurðsson og Elín Magnúsdóttir bláhosa, sem kölluð var. Ari var ráðsmaður eigna Hólastóls á Miklagarði í Eyjafirði og umboðsmaður allra stólsjarða í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu, búsettur á Laugalandi.

Ari hlýtur að hafa verið allstöndugur enda var Sigurður faðir hans príor í Möðruvallaklaustri um það bil er Jón fæddist.

Þarf ekki að orðlengja að bæði biskupsstólarnir og klaustrin voru stórauðug og áttu miklar og verðmætar jarðeignir um landið allt.

Fimmtánda öldin hefur verið nefnd enska öldin í sögu Íslands enda bæði versluðu Englendingar og veiddu fisk við landið og keyptu hér vaðmál og brennistein. Öttu þeir mjög kappi við Þjóðverja sem líka seildust hér til áhrifa. Ísland heyrði þá undir norska konungdæmið en Noregur var þá í raun að færast meira og meira undir Danmörku enda hafði Kalmarsambandi landanna verið komið á 1397.

Stórbokkar …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár