Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Líður best í skugganum

John Gustaf­son hef­ur ferð­ast heil­mik­ið en líð­ur best í skugg­an­um. „Þar er meiri frið­ur.“

Líður best í skugganum
„Djonn“ John Gustafson, eða „Djonn“ eins og íslenskukennarinn hans skrifaði hefur ferðast mikið, innan- og utanlands, en líður best í skugganum þar sem er meiri friður. Mynd: Heimildin

Ég er að bíða eftir vinkonu minni, ætla að fara með hana í mat á Búlluna. Hún er barnabarn þeirra sem eiga þetta hús hérna á Bárugötunni. Hún heitir Askja, hún verður 17 ára í janúar. Ég sinni henni dálítið mikið. Ég er búinn að leggja dálítið mikla vinnu í þessa stelpu, hún er helvíti klár og góð sko, spilar í lúðrasveit, kennir yngri krökkum á klarínett og fimleika og er voðalega aktíf í MH. Ég á engin barnabörn en ég er búin að passa hana síðan hún var tveggja daga gömul. Á ég mikið í henni? Já og nei, kannski. Ég ætla að nota tækifærið og umgangast hana sem mest núna af því að það fer að líða að því að hún hefur minna samneyti, það bara fylgir unglingunum. Ég ætla að njóta þess á meðan það varir.

„Ég ætla að njóta þess á meðan það varir.“

Ég er búinn að vera heppinn, ég hef ferðast heilmikið, bæði innanlands og utan. Búinn að sjá mjög mikið af Íslandi en ég er eiginlega hættur að ferðast núna, ég er orðinn slæmur í hægra hnénu, ég labba ekki eins og ég gerði. Ég myndi segja að mitt líf hafi verið ósköp venjulegt, ég vildi hafa það svoleiðis. Mér líður eiginlega best í skugganum. Þar er meiri friður. Ég byrjaði að fara á vesturstrandirnar '72, þá var enginn þarna, þá gastu labbað í tvær, þrjár vikur og rakst ekki á neitt nema refi. Síðast þegar ég fór þarna var þetta hálfpartinn eins og að fara Laugaveginn, allt of mikið af fólki. Sama með Lónsöræfi, ég hef ferðast mikið þar.

Ég myndi vilja fá að sofa í stóra píramídanum í Egyptalandi, en það þykir mér frekar mjög svo ólíklegt. Það er læst á næturnar og það eru verðir þar, þú þarft örugglega að múta þeim með þó nokkuð miklum pening til þess að það myndi ske. En já, ég myndi þrælfíla það, held ég.“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
2
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
3
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár