Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ég var óþolandi krakkinn

Sæv­ar Helgi Jó­hanns­son varð pí­anó­leik­ari eft­ir að hafa þrjósk­ast til að læra á hljóð­fær­ið. „Amma mín var pí­anó­leik­ari í fimm­tíu ár – það var geð­veikt pí­anó hjá henni,“ seg­ir hann.

Ég var óþolandi krakkinn
Úr tónlistarfjölskyldu Amma Sævars var píanóleikari, líkt og hann sjálfur. Hann segir tónlist búa til samfélög. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

Ég er píanóleikari og þegar ég var yngri þá langaði mig rosalega mikið að spila á píanó, en það voru allir svona: „Æ, ekki vera með læti.“ Svo var ég einu sinni á námskeiði. Og það var einn gæi, við urðum síðar vinir, hann sagði: „Af hverju er þessi ekki á píanóinu?“ Ég var að æfa á saxófón á þeim tíma. Svo fór ég á píanó. Þetta voru svo hvetjandi orð, sem höfðu svo góð áhrif. Ég var fjórtán, langar mig að segja.

Ég var í lúðrasveit. Ég fór alltaf á píanóið beint eftir æfingar og fólk þoldi það ekki. Ég var óþolandi krakkinn. Ég bara byrjaði að læra sjálfur. Þrjóska í mér að læra á píanó. Mér fannst þetta eitthvað svo heillandi, og gaman að skapa líka. Amma mín var píanóleikari í fimmtíu ár – það var geðveikt píanó hjá henni. Ég held þetta hafi komið af því að vera heima hjá henni og vera með aðgengi að svona flottu hljóðfæri. Hún kenndi mér rosalega margt inni á milli. Ég kem úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Þetta var líka smá óumflýjanlegt.

Af hverju skiptir tónlistin mig svona miklu máli? Tónlist hefur gefið mér mjög mikið. Ég átti alveg erfitt með að eignast vini og svona þegar ég var krakki. Lúðrasveit var svo gott umhverfi fyrir mig til að þrífast í. Einhver sagði einhvern tíma við mig, „music connects people“ og mér finnst það málið. Tónlist býr til samfélög.

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Byggjum við af gæðum?
6
ViðtalUm hvað er kosið?

Byggj­um við af gæð­um?

Vinna við yf­ir­stand­andi rann­sókn á gæð­um nýrra hverfa sem byggð­ust upp hér­lend­is frá 2015 til 2019 gef­ur til kynna að sam­göngu­teng­ing­ar og að­gengi að nær­þjón­ustu á þess­um nýju bú­setu­svæð­um sé í fæst­um til­vik­um eins og best verð­ur á kos­ið. Ás­dís Hlökk Theo­dórs­dótt­ir skipu­lags­fræð­ing­ur von­ast eft­ir um­ræðu um gæði byggð­ar, en ekki bara magn­töl­ur íbúð­arein­inga, fram að kosn­ing­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
2
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár