Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Könnun Gallup „mjög hliðholl“ orkuiðnaðinum

„Könn­un Gallup er ein­fald­lega mjög hlið­holl orku­iðn­að­in­um. Lands­virkj­un hlýt­ur að harma að hafa ekki spurt með fag­legri hætti, líkt og Maskína gerði,“ seg­ir Árni Finns­son, fram­kvæmda­stjóri Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands.

Könnun Gallup „mjög hliðholl“ orkuiðnaðinum
Framkvæmdastjóri Árni Finnsson er framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir könnun sem Gallup gerði nýverið um skoðun landsmanna á aukinni orkuframleiðslu skaða trúverðugleika Gallup sem og Samtaka atvinnulífsins sem könnunin var gerð fyrir. Að auki skaði hún trúverðugleika Landsvirkjunar. 

Í bréfi sem Árni sendi félögum í Náttúruverndarsamtökunum ber hann saman kannanir Gallup og Maskínu um svipað efni. Gallup spurði „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Niðurstaðan var sú að 83 prósent aðspurðra sögðust því hlynnt. „Þetta er eins og að spyrja: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni lestrarkennslu í skólum?“ skrifar Árni.

Maskína spurði hins vegar: „Finnst þér skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi?“

Könnun Maskínu sýndi að 65% aðspurðra finnist skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Það er 16 prósentustigum minna en hjá Gallup sem orðaði spurninguna öðruvísi.

Í könnun Maskínu kemur einnig fram að eignarhald nýrra virkjana skipti máli þegar kemur að afstöðu til aukinnar orkuöflunar.

Þegar Maskína spyr um einn ákveðinn virkjanakost (Búrfellslund), þá fækkar í hópi þeirra sem eru hlynntir/hlynntar niður í 50%. Þar munar 15 prósentustigum, bendir Árni á. 

En þegar spurt er: „Finnst þér skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila?“ telja 76% aðspurðra að miklu máli skipti að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, 16% segja það í meðallagi mikilvægt og 8% segja eignarhald skipta litlu eða engu máli.

„Könnun Gallup er einfaldlega mjög hliðholl orkuiðnaðinum,“ skrifar Árni. „Landsvirkjun hlýtur að harma að hafa ekki spurt með faglegri hætti, líkt og Maskína gerði. Í lengdina eru kannanir eins og Gallup gerði skaðlegar fyrir trúverðugleika, Samtök atvinnulífsins, Landsvirkjun og Gallup.

Ætla má að orkufyrirtæki í opinberri eigu fagni þessari niðurstöðu en erlendir fjárfestar ekki.“

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Ég er sammála um að leiðandi spurningar eru skítamix. Vitið þig hvernig borgin spurði um borgarlínuna? Hef ekki fundið en grunar að hafi verið eitthvað á borð við "ertu hlynnt/ur bættum almenningssamgöngum?" Finnst vonandi fyrir rest.
    1
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Kemur ekki á óvart að erlend risafyrirtæki sæki í ódýra íslenska raforku og því miður eru til óprúttnir íslenskir gróðapungar sem eru tilbúnir að fórna náttúru landsins fyrir skjótfenginn gróða, sama hvað. Það þarf að spila sterka vörn gegn þessu liði.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Yfirleitt fá þeir sem borga fyrir skoðanakannarnir það sem þeir vilja. Annað eru undantekningar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár