Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Könnun Gallup „mjög hliðholl“ orkuiðnaðinum

„Könn­un Gallup er ein­fald­lega mjög hlið­holl orku­iðn­að­in­um. Lands­virkj­un hlýt­ur að harma að hafa ekki spurt með fag­legri hætti, líkt og Maskína gerði,“ seg­ir Árni Finns­son, fram­kvæmda­stjóri Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands.

Könnun Gallup „mjög hliðholl“ orkuiðnaðinum
Framkvæmdastjóri Árni Finnsson er framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir könnun sem Gallup gerði nýverið um skoðun landsmanna á aukinni orkuframleiðslu skaða trúverðugleika Gallup sem og Samtaka atvinnulífsins sem könnunin var gerð fyrir. Að auki skaði hún trúverðugleika Landsvirkjunar. 

Í bréfi sem Árni sendi félögum í Náttúruverndarsamtökunum ber hann saman kannanir Gallup og Maskínu um svipað efni. Gallup spurði „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Niðurstaðan var sú að 83 prósent aðspurðra sögðust því hlynnt. „Þetta er eins og að spyrja: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni lestrarkennslu í skólum?“ skrifar Árni.

Maskína spurði hins vegar: „Finnst þér skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi?“

Könnun Maskínu sýndi að 65% aðspurðra finnist skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Það er 16 prósentustigum minna en hjá Gallup sem orðaði spurninguna öðruvísi.

Í könnun Maskínu kemur einnig fram að eignarhald nýrra virkjana skipti máli þegar kemur að afstöðu til aukinnar orkuöflunar.

Þegar Maskína spyr um einn ákveðinn virkjanakost (Búrfellslund), þá fækkar í hópi þeirra sem eru hlynntir/hlynntar niður í 50%. Þar munar 15 prósentustigum, bendir Árni á. 

En þegar spurt er: „Finnst þér skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila?“ telja 76% aðspurðra að miklu máli skipti að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, 16% segja það í meðallagi mikilvægt og 8% segja eignarhald skipta litlu eða engu máli.

„Könnun Gallup er einfaldlega mjög hliðholl orkuiðnaðinum,“ skrifar Árni. „Landsvirkjun hlýtur að harma að hafa ekki spurt með faglegri hætti, líkt og Maskína gerði. Í lengdina eru kannanir eins og Gallup gerði skaðlegar fyrir trúverðugleika, Samtök atvinnulífsins, Landsvirkjun og Gallup.

Ætla má að orkufyrirtæki í opinberri eigu fagni þessari niðurstöðu en erlendir fjárfestar ekki.“

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Ég er sammála um að leiðandi spurningar eru skítamix. Vitið þig hvernig borgin spurði um borgarlínuna? Hef ekki fundið en grunar að hafi verið eitthvað á borð við "ertu hlynnt/ur bættum almenningssamgöngum?" Finnst vonandi fyrir rest.
    1
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Kemur ekki á óvart að erlend risafyrirtæki sæki í ódýra íslenska raforku og því miður eru til óprúttnir íslenskir gróðapungar sem eru tilbúnir að fórna náttúru landsins fyrir skjótfenginn gróða, sama hvað. Það þarf að spila sterka vörn gegn þessu liði.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Yfirleitt fá þeir sem borga fyrir skoðanakannarnir það sem þeir vilja. Annað eru undantekningar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
4
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár