Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Könnun Gallup „mjög hliðholl“ orkuiðnaðinum

„Könn­un Gallup er ein­fald­lega mjög hlið­holl orku­iðn­að­in­um. Lands­virkj­un hlýt­ur að harma að hafa ekki spurt með fag­legri hætti, líkt og Maskína gerði,“ seg­ir Árni Finns­son, fram­kvæmda­stjóri Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Ís­lands.

Könnun Gallup „mjög hliðholl“ orkuiðnaðinum
Framkvæmdastjóri Árni Finnsson er framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Árni Finnsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir könnun sem Gallup gerði nýverið um skoðun landsmanna á aukinni orkuframleiðslu skaða trúverðugleika Gallup sem og Samtaka atvinnulífsins sem könnunin var gerð fyrir. Að auki skaði hún trúverðugleika Landsvirkjunar. 

Í bréfi sem Árni sendi félögum í Náttúruverndarsamtökunum ber hann saman kannanir Gallup og Maskínu um svipað efni. Gallup spurði „Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni grænni orkuframleiðslu á Íslandi?“ Niðurstaðan var sú að 83 prósent aðspurðra sögðust því hlynnt. „Þetta er eins og að spyrja: Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aukinni lestrarkennslu í skólum?“ skrifar Árni.

Maskína spurði hins vegar: „Finnst þér skipta miklu, litlu eða engu máli að afla aukinnar orku á Íslandi?“

Könnun Maskínu sýndi að 65% aðspurðra finnist skipta miklu máli að afla aukinnar orku á Íslandi. Það er 16 prósentustigum minna en hjá Gallup sem orðaði spurninguna öðruvísi.

Í könnun Maskínu kemur einnig fram að eignarhald nýrra virkjana skipti máli þegar kemur að afstöðu til aukinnar orkuöflunar.

Þegar Maskína spyr um einn ákveðinn virkjanakost (Búrfellslund), þá fækkar í hópi þeirra sem eru hlynntir/hlynntar niður í 50%. Þar munar 15 prósentustigum, bendir Árni á. 

En þegar spurt er: „Finnst þér skipta miklu, litlu eða engu máli að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila?“ telja 76% aðspurðra að miklu máli skipti að vindorkuframleiðsla sé í höndum opinberra aðila, 16% segja það í meðallagi mikilvægt og 8% segja eignarhald skipta litlu eða engu máli.

„Könnun Gallup er einfaldlega mjög hliðholl orkuiðnaðinum,“ skrifar Árni. „Landsvirkjun hlýtur að harma að hafa ekki spurt með faglegri hætti, líkt og Maskína gerði. Í lengdina eru kannanir eins og Gallup gerði skaðlegar fyrir trúverðugleika, Samtök atvinnulífsins, Landsvirkjun og Gallup.

Ætla má að orkufyrirtæki í opinberri eigu fagni þessari niðurstöðu en erlendir fjárfestar ekki.“

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Ég er sammála um að leiðandi spurningar eru skítamix. Vitið þig hvernig borgin spurði um borgarlínuna? Hef ekki fundið en grunar að hafi verið eitthvað á borð við "ertu hlynnt/ur bættum almenningssamgöngum?" Finnst vonandi fyrir rest.
    1
  • HR
    Hilmar Ragnarsson skrifaði
    Kemur ekki á óvart að erlend risafyrirtæki sæki í ódýra íslenska raforku og því miður eru til óprúttnir íslenskir gróðapungar sem eru tilbúnir að fórna náttúru landsins fyrir skjótfenginn gróða, sama hvað. Það þarf að spila sterka vörn gegn þessu liði.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Yfirleitt fá þeir sem borga fyrir skoðanakannarnir það sem þeir vilja. Annað eru undantekningar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár