Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Lögreglan óskar eftir myndefni frá Krýsuvíkurvegi vegna andláts stúlkunnar

Lög­regl­an biðl­ar til veg­far­enda sem óku um Krýsu­vík­ur­veg, á milli Vall­ar­hverf­is og Vig­dís­ar­valla­veg­ar, á sunnu­dag eft­ir há­deg­is­bil á sunnu­dag að at­huga hvort þeir eiga mynd­efni í sín­um fór­um og þá senda það til lög­reglu.

Lögreglan óskar eftir myndefni frá Krýsuvíkurvegi vegna andláts stúlkunnar
Mynd úr safni og tengist umfjöllunarefni ekki beint Mynd: Heiða Helgadóttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu á leitar eftir myndefni frá vegfarendum sem óku um Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, síðastliðinn sunnudag á milli kl. 13 og 18. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu vegna rannsóknar á andláti 10 ára stúlku en faðir hennar var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.

„Mörg ökutæki eru búin myndavélum og því viðbúið að myndefni frá umræddum vegarkafla á áðurnefndum tíma sé að finna í fórum einhverra. Hinir sömu eru vinsamlegast beðnir um að senda upplýsingar um slíkt á netfangið abending@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn sitt og símanúmer. Í framhaldinu verður haft samband við viðkomandi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Stúlkan fannst látin í hrauni gegn Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Faðir hennar, Sigurður Fannar Þórsson, var handtekinn eftir að hann hafði sjálfur samband við lögreglu. 

Hann hefur einn stöðu sakbornings við rannsókn málsins en háværar sögusagnir hafa verið í gangi í samfélaginu um annað. 

Lögregla hefur beint því til fólks að hafa samband ef það hefur eitthvað í höndunum sem gæti komið að notum við rannsókn málsins.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár