Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Engin vindorkuver í 300 metra hæð yfir sjó

Borg­ar­byggð hef­ur kort­lagt þau svæði sem yf­ir­völd í sveit­ar­fé­lag­inu telja óhent­ug fyr­ir virkj­un vindorku og úti­loki slíka land­notk­un. Sjón­ræn áhrif vindorku­garða eru tal­in ein af helstu um­hverf­is- og sam­fé­lags­áhrif­um þeirra.

Engin vindorkuver í 300 metra hæð yfir sjó
Vindorkuver Nokkur vindorkuver eru á teikniborðinu í Borgarbyggð.

Borgarbyggð hefur látið kortleggja sveitarfélagið út frá ákveðnum forsendum um hvar skuli ekki reisa vindorkuver í framtíðinni. Vindorkuver skulu til dæmis ekki rísa á óbyggðum víðernum, jöklum, í landhalla yfir 30 prósent, í innan við kílómetra frá byggð og í nágrenni friðlýstra menningarminja. Þá eru svæði í meira 300 metra hæð yfir sjávarmáli sögð óhentug fyrir slík orkumannvirki. 

Kortlagningin er hluti af vinnslutillögu aðalskipulags Borgarbyggðar til næstu tólf ára. Í greinargerð tillögunnar segir að stefnumótun um nýtingu vindorku sé mótuð á grunni kortlagningar á mögulegum svæðum fyrir nýtingu hennar út frá fjarlægð frá byggð, flutningskerfi og öðrum takmörkunum vegna landnotkunar. „Sveitarfélagið mun taka ákvarðanir um vindlundi þegar þeir hafa verið settir í nýtingarflokk rammaáætlunar.“ 

KortlagningTakmarkanir á nýtingu lands í Borgarbyggð fyrir raforkuframleiðslu með vindmyllum.Takmarkanir eru t.d. hæð yfir sjó, fjarlægð frá mannvirkjum, landhalli, vernd og víðerni.

Í kortlagningunni eru takmarkanir þau svæði sem eru sögð óhentug fyrir virkjun vindorku og útiloka slíka landnotkun. Takmarkanir voru valdar í samráði við vinnuhóp Borgarbyggðar um endurskoðun aðalskipulagsins.

 Þær takmarkanir sem miðað var við í kortlagningu fyrir Borgarbyggð eru meðal annars friðlýst svæði, valin hverfisvernduð svæði, óbyggð víðerni, jöklar, brunn- og grannsvæði vatnsverndar, svæði með landhalla yfir 30 prósent, nærsvæði umhverfis byggð (1 km), vegi (0,1 km) og flutningsmannvirki raforkukerfisins (0,1 km), friðlýstar menningarminjar og 100 m friðhelgað svæði utan þeirra og hindranafletir flugvalla. 

„Sjónræn áhrif vindorkugarða eru talin ein af helstu umhverfis- og samfélagsáhrifum þeirra en mat á sjónrænu áhrifunum veltur á ýmsum breytum svo sem staðsetningu vindorkugarðsins og hæð vindmyllanna. Áhrif sýnileika þarf að skoða fyrir hvern kost fyrir sig og erfitt að meta þau heildrænt fyrir stórt landsvæði eins og hér er til skoðunar.“ 

Samþykkt var á síðasta fundi sveitarstjórnar Borgarbyggðar að auglýsa vinnslutillögu aðalskipulagsins. Á kynningartíma verða íbúafundir haldnir.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
„Hann sagðist ekki geta meir“
5
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár