Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Moskítóflugan fær byr undir báða vængi í Evrópu

Lengri sum­ur, hærra hita­stig og meiri úr­koma eru af­leið­ing­ar lofts­lags­breyt­inga sem þeg­ar eru farn­ar að gera vart við sig í Evr­ópu. Þetta hef­ur skap­að kjör­að­stæð­ur fyr­ir aukna út­breiðslu moskítóflugna og þá sam­tím­is veira sem hún ber.

Moskítóflugan fær byr undir báða vængi í Evrópu
Kjöraðstæður Í bæði Bandaríkjunum og mörgum ríkjum Evrópu hefur tilfellum vesturnílarveiki, sem samnefnd veira veldur, fjölgað mikið. Mynd: AFP

Loftslagsbreytingar eru að breyta Evrópu í „útungunarstöð“ fyrir sjúkdóma sem moskítóflugur bera með sér, að sögn vísindamanna. Lengri sumur, hærra hitastig og meiri úrkoma en áður hafa skapað kjöraðstæður fyrir moskítóflugur á svæðum sem þær áður þrifust ekki á.

Í samantekt sem Evrópska smitsjúkdómastofnunin (ECDC) hefur gefið út kemur fram að það sem af sé ári hafi 715 tilfelli vesturnílarveiru greinst í fimmtán Evrópulöndum sem er meira en allt árið í fyrra og yfir tíu ára meðaltali. Í byrjun september hafði 51 sjúklingur látist vegna þessarar skæðu veirusýkingar. Flestir voru þeir aldraðir. 

„Þetta er nýr veruleiki,“ hefur vísindatímaritið Nature eftir sérfræðingi í smitsjúkdómum sem starfar hjá ECDC. Moskítóflugan sem ber veiruna hefur verið þekkt á vissum svæðum í Evrópu frá því um miðja síðustu öld. Á þeim slóðum hefur fólk, kynslóð fram af kynslóð, orðið ónæmt fyrir verstu einkennum smits. Nú þegar flugan finnst víðar vegna hagfelldra veðuraðstæðna, er fólk sem fyrir stungu verður og fær veiruna í sig næmara fyrir smiti og í meiri hættu á að fá alvarleg einkenni.

Í nýrri rannsókn, sem birt var fyrr á þessu ári, er niðurstaðan sú að loftslagsbreytingar eigi þátt í aukinni tíðni smita af vesturnílarveiru í Evrópu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Parísarsamningur í tíu ár: Átök uppbyggingar og niðurrifs
Úttekt

Par­ís­ar­samn­ing­ur í tíu ár: Átök upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs

„Ef það hefði ekki náðst ein­ing í Par­ís þá vær­um við á miklu verri stað en við er­um í dag,“ seg­ir Hall­dór Þor­geirs­son, formað­ur Lofts­lags­ráðs, um Par­ís­ar­samn­ing­inn. Nú í des­em­ber var ára­tug­ur frá sam­þykkt­um samn­ings­ins og stefn­um við á hækk­un með­al­hita um 2,5 °C í stað 4 °C. Heim­ild­in ræddi við sér­fræð­inga um áhrif og fram­tíð samn­ings­ins í heimi þar sem öfl upp­bygg­ing­ar og nið­urrifs mæt­ast.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
5
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
4
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“
Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
6
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár