Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Moskítóflugan fær byr undir báða vængi í Evrópu

Lengri sum­ur, hærra hita­stig og meiri úr­koma eru af­leið­ing­ar lofts­lags­breyt­inga sem þeg­ar eru farn­ar að gera vart við sig í Evr­ópu. Þetta hef­ur skap­að kjör­að­stæð­ur fyr­ir aukna út­breiðslu moskítóflugna og þá sam­tím­is veira sem hún ber.

Moskítóflugan fær byr undir báða vængi í Evrópu
Kjöraðstæður Í bæði Bandaríkjunum og mörgum ríkjum Evrópu hefur tilfellum vesturnílarveiki, sem samnefnd veira veldur, fjölgað mikið. Mynd: AFP

Loftslagsbreytingar eru að breyta Evrópu í „útungunarstöð“ fyrir sjúkdóma sem moskítóflugur bera með sér, að sögn vísindamanna. Lengri sumur, hærra hitastig og meiri úrkoma en áður hafa skapað kjöraðstæður fyrir moskítóflugur á svæðum sem þær áður þrifust ekki á.

Í samantekt sem Evrópska smitsjúkdómastofnunin (ECDC) hefur gefið út kemur fram að það sem af sé ári hafi 715 tilfelli vesturnílarveiru greinst í fimmtán Evrópulöndum sem er meira en allt árið í fyrra og yfir tíu ára meðaltali. Í byrjun september hafði 51 sjúklingur látist vegna þessarar skæðu veirusýkingar. Flestir voru þeir aldraðir. 

„Þetta er nýr veruleiki,“ hefur vísindatímaritið Nature eftir sérfræðingi í smitsjúkdómum sem starfar hjá ECDC. Moskítóflugan sem ber veiruna hefur verið þekkt á vissum svæðum í Evrópu frá því um miðja síðustu öld. Á þeim slóðum hefur fólk, kynslóð fram af kynslóð, orðið ónæmt fyrir verstu einkennum smits. Nú þegar flugan finnst víðar vegna hagfelldra veðuraðstæðna, er fólk sem fyrir stungu verður og fær veiruna í sig næmara fyrir smiti og í meiri hættu á að fá alvarleg einkenni.

Í nýrri rannsókn, sem birt var fyrr á þessu ári, er niðurstaðan sú að loftslagsbreytingar eigi þátt í aukinni tíðni smita af vesturnílarveiru í Evrópu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsvá

Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár