Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát stúlku á grunnskólaaldri, samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu sem send var á fjölmiðla á morgun.
Í tilkynningu lögreglu segir að tilkynnt hafi verið um málið um kvöldmatarleytið í gær og í kjölfarið hafi einn verið handtekinn. Lögregla segir rannsókn málsins vera á frumstigi og hyggst ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.
Ríkisútvarpið birti fyrstu frétt af málinu í morgun og hafði þar, eftir sínum heimildum, að karlmaður hefði verið handtekinn á Krýsuvíkursvæðinu í gær eftir að hafa sjálfur hringt á lögreglu, og að stúlkan hefði fundist látin á svæðinu.
Á mynd sem RÚV birti með fréttinni sjást lögregluaðgerðir, sem ríkismiðillinn segir hafa staðið yfir fram eftir kvöldi.
Tilkynning lögreglu:
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát stúlku á grunnskólaaldri.
Tilkynnt var um málið um kvöldmatarleytið í gær og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“
Athugasemdir (1)