Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti á þriðjudaginn í síðustu viku munu tekjur ríkissjóðs af umferð aukast töluvert á næsta ári, vegna skattkerfisbreytinga sem ráðist verður í. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir að grófir útreikningar félagsins geri ráð fyrir að meðalkostnaður af rekstri meðalbíls muni aukast um 2.000–2.500 krónur á mánuði, eða um 30 þúsund krónur á ári.
35
Til stendur að taka upp kílómetragjald á öll ökutæki frá og með komandi áramótum og er áætlað að kílómetragjaldið skili 35 milljörðum króna í ríkissjóð á næsta ári, sem yrði aukning um 29,95 milljarða króna á milli ára, en á yfirstandandi ári greiða einungis rafbílaeigendur kílómetragjaldið. Á næsta ári bætast hins vegar við ríflega 230 þúsund bílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti við.
Á sama tíma stendur til að fella niður vörugjöld af bensíni …
Athugasemdir