Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Lindakirkja heldur minningarstund um Bryndísi Klöru

Hald­in verð­ur minn­ing­ar­stund um Bryn­dísi Klöru Birg­is­dótt­ur í Linda­kirkju á morg­un. Þá hef­ur ver­ið stofn­að­ur minn­ing­ar­sjóð­ur sem mun styðja við verk­efni sem miða að því að vernda börn gegn of­beldi og efla sam­fé­lag þar sem sam­kennd og sam­vinna eru í for­grunni.

Lindakirkja heldur minningarstund um Bryndísi Klöru
Bryndís Klara var 17 ára þegar hún lést. Mynd: Facebook

Lindakirkja mun halda minningarstund um Bryndísi Klöru Birgisdóttur á morgun, laugardaginn 7. september klukkan 12-17. Í tilkynningu frá kirkjunni segir að stundin sé haldin í ljósi djúprar sorgar og ákalls samfélagsins um að heiðra minningu Bryndísar.

Ekkert talað mál mun fara fram á stundinni, en allir sem vilja geta tendrað kerti í minningu Bryndísar, beðið og átt hljóða stund í kirkjunni. 

Bryndís Klara, sem fermdist í Lindakirkju fyrir þremur árum, lést af sárum sínum eftir stunguárás á Menningarnótt þann 30. ágúst. Á morgun verða tvær vikur liðnar frá voðaverkinu. 

„Á stundinni verður varpað upp myndum sem vinir og fjölskylda hafa tekið saman ásamt minningum um Bryndísi og eftirlætistónlist hennar, valin af vinkonum hennar, mun hljóma,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að stofnaður hafi verið Minningarsjóður Bryndísar Klöru. Hann er í umsjón KPMG og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, er verndari hans. „Sjóðurinn mun einbeita sér að fræðslu, rannsóknum og vitundarvakningu til að koma í veg fyrir að slíkar hörmungar endurtaki sig. Framlög má leggja inn á reikning 0515-14-171717, kennitala 430924-0600.“

Lindkirkja biðlar enn fremur til allra sem bera hnífa að skila þeim til lögreglunnar. Þá óski foreldrar Bryndísar þess að dauði hennar verði til þess að vopnaburður heyri sögunni til og kærleikurinn verði eina vopnið.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu