Foreldrahlutverkið er mikilvægasta hlutverkið sem hver einasta manneskja tekur að sér á lífsleiðinni, að mati Ársæls Más Arnarssonar, prófessors við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Það er þó ekki tekið út með sældinni að vera foreldri og það er engin ein uppskrift að farsælu foreldrahlutverki. Ársæll hefur um árabil átt samtal við foreldra um hvernig sé hægt að nálgast foreldrahlutverkið og fyrir honum er það ákveðið listform að vera leiðinlegt foreldri. Nú geta allir foreldrar lært listina að vera leiðinlegt foreldri á námskeiði sem hann kennir hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Foreldrar bera ábyrgð á uppeldi barna sinna. Það finnst Ársæli eiga til að gleymast í umræðunni. „Það er svolítið látið liggja á milli hluta að þetta er veruleikinn. Ég ber ábyrgð á mínum börnum og því að þeim farnist eins vel og mögulegt er. Það kemur að því að við sleppum takinu á börnunum okkar, og það gerist fyrr heldur en okkur …
Athugasemdir