Segir séreignasparnaðarúrræðið vera plástur á svöðusár

Heim­ild til þess að nýta sér­eign­ar­sparn­að­ar­úr­ræði stjórn­valda renn­ur út und­ir lok þessa árs. Sér­fræð­ing­ar hafa kall­að eft­ir því að úr­ræð­ið verði fram­lengt enn frek­ar og mælt með því að breyta lög­um til að það gagn­ist bet­ur tekju­lægri hóp­um. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, þing­mað­ur Flokks fólks­ins og formað­ur Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, seg­ir slík­ar hug­mynd­ir ekki ráð­ast að rót vand­ans.

Segir séreignasparnaðarúrræðið vera plástur á svöðusár
Segir úrræðið duga skammt Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins segist skilja röksemdir sérfræðinga sem mæla með því að heimildir til ráðstöfunar á séreignasparnaði í húsnæðislán verði framlengdar. Hún telur hins vegar að úrræðið muni duga skammt, stjórnvöld þurfi að ganga lengra til að koma til móts við heimilin í landinu. Mynd: Bára Huld Beck

Heimild til þess að greiða séreignasparnað skattfrjálst inn á húsnæðislán mun að óbreyttu renna út þann 31. desember 2024. Margir hafa nýtt sér úrræðið frá því að opnað var á það í nóvember 2014.  Á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra voru 21,3 milljarðar króna greiddir inn á íbúðalán einstaklinga með því að nýta skattfrjálsan séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána þeirra. 

Flestir þeirra sem hafa nýtt sér þennan húsnæðisstuðning tiheyra  þremur efstu tekjutíundunum. Hins vegar greiddu aðeins um 7,7 prósent af þeim tekjulægstu niður húsnæðislán sín með séreignarsparnaði sínum. 

Vilja framlengja úrræðið

Í nýlegri grein sem birt var í Vísbendingu fjalla Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, og Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um notagildi séreignarsparnaðar sem hagstjórnartæki. 

Í greininni færa höfundar rök fyrir því að framlengja heimildir til þess að beita úrræðinu og breyta …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Fátækasta fólkið fær ekki séreignasparnað, þannig að þetta úrræði gagnast aðeins þeim tekjuhærri. Ríkið þyrfti að tryggja að allir fái séreignasparnað og geti greitt hann inn á húsnæðislán sín, þar á meðal öryrkjar, einstæðir foreldrar, fólk í barnseignafríi......
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár