Banaslys sem varð á Breiðamerkurjökli síðastliðinn sunnudag er með alvarlegri útköllum sem Landsbjörg hefur farið í vegna ferðamanna á síðustu árum. Slys af þessum toga eru ekki mjög algeng, segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sem telur að slysum á ferðamönnum hafi ekki fjölgað í takt við fjölgun þeirra hér á landi.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt,“ segir Jón Þór.
Algengustu slysin eru á þá leið að fólk hefur snúið sig illa á gönguleið eða ofmetið getu sína að einhverju leyti. Hann tekur sem dæmi að Hjálparsveit skáta í Hveragerði sæki nánast vikulega fólk upp í Reykjadal sem hefur ofmetið eigið þrek og vanmetið gönguna.
„Ef við horfum ískalt á þetta yfir síðustu tíu ár þá er slysum á ferðamönnum alls ekki að fjölga í neinu samræmi við fjölgun ferðamanna,“ segir Jón …
Athugasemdir