Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Mótmæli Stór hópur hefur risið upp gegn brottflutningi Yazans og einhver hundruð komu saman fyrir framan Alþingi á þriðjudag og sýndu honum samstöðu. Mynd: Golli

Það hefur orðið brotalöm í þjónustu við hann í sumar, ég veit ekki af hverju en hann er mjög verkjaður. Honum líður ekki vel,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne á Íslandi, um Yazan Tamimi, 12 ára palestínskan dreng með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne. 

Yazan og foreldrar hans hafa fengið endanlega neitun um hæli hér á landi. Þrátt fyrir að hafa einungis stoppað á Spáni á leið sinni hingað, ekki sótt þar um hæli, á að senda fjölskylduna aftur þangað. Vinir og vandamenn Yazans hér á landi óttast að við brottflutninginn geti hann orðið fyrir hnjaski og hafa miklar áhyggjur af rofi í heilbrigðisþjónustu sem gæti orðið við komuna til Spánar enda hefur honum ekki verið tryggð heilbrigðisþjónusta þar. Rof á heilbrigðisþjónustu fyrir börn með duchenne getur haft neikvæðar afleiðingar á heilsu þeirra, eins og Stefán segir að þegar hafi gerst hjá Yazan. 

„Það sýnir bara að þessi tími á milli þess sem hann fær heilbrigðisþjónustu má ekki vera langur.“

Krítískur tími

Stefán á sjálfur tvítugan son með duchenne og þekkir það því af eigin raun að sjá barnið sitt veikjast af sjúkdómnum. Hann bendir á að á Yazans aldri, 12 ára, raungerist sjúkdómurinn hratt. 

„Þetta er mjög krítískur tími þegar þeir eru á þessum aldri, þessir strákar, það er svo mikið að gerast í þessum sjúkdómi. Þeir eru að fara í hjólastól, lappirnar kreppast og það er að mörgu að huga,“ segir Stefán. „Venjulegt fólk á alveg nóg með þetta, að horfa á barnið sitt fara í hjólastól.“

„Finnst okkur bara í lagi að senda barn með fötlun út á guð og gaddinn? Hvað er þá næst í lagi?“

Duchenne á Íslandi eru á meðal fjölmargra samtaka fatlaðs fólks sem hafa lýst yfir andstöðu við brottflutning Yazans. Stefán segir að stuðningsfólk Yazans hafi reynt að fá svör um það hvenær og hvort Yazan fái þjónustu á Spáni og hvernig brottflutningi hans verði háttað án árangurs. 

„Samkvæmt okkar heimildum þá geta þeir bara flutt hann út, tekið af honum hjólastólinn og skilið hann eftir á flugvellinum. Þau hafa engar skyldur gagnvart honum þegar hann er kominn til Spánar. Hann er algjörlega á ábyrgð yfirvalda á Spáni,“ segir Stefán. „Þetta er það sem við hjá duchenne-samtökunum höfum áhyggjur af, erum við að senda barn með fötlun til Spánar sem fer á götuna?“

Hvað er þá í lagi?

Stuðningsfólk Yazans kallar sig Vini Yazans og hefur hópurinn ítrekað komið saman og mótmælt fyrirhuguðum brottflutningi, yfir 600 manns síðdegis á þriðjudag. Það virðist þó ekki hafa haft áhrif á stjórnvöld og afstöðu þeirra til hælisumsóknar Yazans enn sem komið er.

Finnst þér stjórnvöld vera að hlusta? 

„Ég held að þegar fólk segir að það geti ekki gert neitt þá er það ærandi þögn. Þetta er fullkomið aðgerðaleysi stjórnmálamanna, enginn getur gert neitt eða gerir neitt,“ segir Stefán. „Maður verður svolítið hugsi yfir þessu, finnst okkur bara í lagi að senda barn með fötlun út á guð og gaddinn? Hvað er þá næst í lagi?“

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Nú finnst örugglega einhverjum að ég taki stórt upp í mig og sé kannski ósmekklegur en ég læt spurninguna vaða. Hvenær tókum við aftur upp dauðarefsingu? Því það er það sem við erum að gera þessu barni.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Aðgerðarleysi stjórnmálamanna lýsir sér á flestum sviðum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Ruglað saman við Höllu T. og drakk frítt allt kvöldið
Allt af létta

Rugl­að sam­an við Höllu T. og drakk frítt allt kvöld­ið

Anna Þóra Björns­dótt­ir vissi ekki hvað­an á sig stæði veðr­ið þeg­ar fólk fór að vinda sér upp að henni fyrr í maí og tjá henni að það ætl­aði að kjósa hana til for­seta Ís­lands. Svo átt­aði hún sig á því hvað væri í gangi, kjós­end­urn­ir héldu að þeir væru að tala við Höllu Tóm­as­dótt­ur for­setafram­bjóð­anda, ekki Önnu Þóru, eig­anda Sjáðu.

Mest lesið

Vona sonarins vegna að gripið verði í taumana
4
ViðtalLoftslagsvá

Vona son­ar­ins vegna að grip­ið verði í taum­ana

„Hvað verð­ur hans gat á óson­lag­inu?“ spyrja ný­bök­uðu for­eldr­arn­ir Hjör­dís Sveins­dótt­ir og Árni Freyr Helga­son sig, horf­andi á þriggja mán­aða gaml­an son­inn, Matth­ías. Það er kyn­slóð son­ar­ins og þær sem á eft­ir hon­um koma sem munu þurfa að tak­ast á við heit­ari heim, öfg­ar í veðri og veð­ur­far hér­lend­is sem verð­ur gjör­ólíkt því sem hef­ur ver­ið frá land­námi.
Stefán Ólafsson
5
Aðsent

Stefán Ólafsson

Af­koma heim­ila: Ís­land í al­þjóð­leg­um sam­an­burði

Af­koma heim­ila launa­fólks er verri á Ís­landi en al­mennt er á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Stefán Ólafs­son seg­ir að þeg­ar harðn­ar á daln­um í efna­hags­líf­inu þyng­ist byrð­ar heim­il­anna jafn­framt mun meira hér á landi. Þannig átti mun hærra hlut­fall heim­ila í erf­ið­leik­um við að ná end­um sam­an hér en var hjá frænd­þjóð­un­um á ár­inu 2023.
Tókst að semja um forgangsorku og olíubruna hætt
10
FréttirLoftslagsvá

Tókst að semja um for­gangs­orku og olíu­bruna hætt

Samn­ing­ar um for­gangs­orku sem náðst hafa milli Orku­bús Vest­fjarða og Lands­virkj­un­ar þýða að engri olíu eða sára­lít­illi þarf leng­ur að brenna til að kynda hita­veit­ur á Vest­fjörð­um. Fyr­ir ári síð­an voru slík­ir samn­ing­ar sagð­ir ómögu­leg­ir. For­gangs­orka væri of dýr og auk þess ekki fá­an­leg. En stór­bruni olíu í ár og fund­ur á heitu vatni hef­ur breytt mynd­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
2
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
6
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
8
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár