Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu

Lík­am­lega van­líð­an­in sem Yaz­an Tamimi, 12 ára gam­all dreng­ur með vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­inn duchenne, sem senda á úr landi, upp­lifði eft­ir ör­fárra vikna rof á heil­brigð­is­þjón­ustu í sum­ar sýn­ir hve lít­ið þarf til svo að drengn­um hraki, seg­ir formað­ur Duchenne á Ís­landi: „Þetta er mjög krí­tísk­ur tími.“

Yazan mjög verkjaður eftir örfáar vikur án heilbrigðisþjónustu
Mótmæli Stór hópur hefur risið upp gegn brottflutningi Yazans og einhver hundruð komu saman fyrir framan Alþingi á þriðjudag og sýndu honum samstöðu. Mynd: Golli

Það hefur orðið brotalöm í þjónustu við hann í sumar, ég veit ekki af hverju en hann er mjög verkjaður. Honum líður ekki vel,“ segir Stefán Már Gunnlaugsson, formaður Duchenne á Íslandi, um Yazan Tamimi, 12 ára palestínskan dreng með vöðvarýrnunarsjúkdóminn duchenne. 

Yazan og foreldrar hans hafa fengið endanlega neitun um hæli hér á landi. Þrátt fyrir að hafa einungis stoppað á Spáni á leið sinni hingað, ekki sótt þar um hæli, á að senda fjölskylduna aftur þangað. Vinir og vandamenn Yazans hér á landi óttast að við brottflutninginn geti hann orðið fyrir hnjaski og hafa miklar áhyggjur af rofi í heilbrigðisþjónustu sem gæti orðið við komuna til Spánar enda hefur honum ekki verið tryggð heilbrigðisþjónusta þar. Rof á heilbrigðisþjónustu fyrir börn með duchenne getur haft neikvæðar afleiðingar á heilsu þeirra, eins og Stefán segir að þegar hafi gerst hjá Yazan. 

„Það sýnir bara að þessi tími á milli þess sem hann fær heilbrigðisþjónustu má ekki vera langur.“

Krítískur tími

Stefán á sjálfur tvítugan son með duchenne og þekkir það því af eigin raun að sjá barnið sitt veikjast af sjúkdómnum. Hann bendir á að á Yazans aldri, 12 ára, raungerist sjúkdómurinn hratt. 

„Þetta er mjög krítískur tími þegar þeir eru á þessum aldri, þessir strákar, það er svo mikið að gerast í þessum sjúkdómi. Þeir eru að fara í hjólastól, lappirnar kreppast og það er að mörgu að huga,“ segir Stefán. „Venjulegt fólk á alveg nóg með þetta, að horfa á barnið sitt fara í hjólastól.“

„Finnst okkur bara í lagi að senda barn með fötlun út á guð og gaddinn? Hvað er þá næst í lagi?“

Duchenne á Íslandi eru á meðal fjölmargra samtaka fatlaðs fólks sem hafa lýst yfir andstöðu við brottflutning Yazans. Stefán segir að stuðningsfólk Yazans hafi reynt að fá svör um það hvenær og hvort Yazan fái þjónustu á Spáni og hvernig brottflutningi hans verði háttað án árangurs. 

„Samkvæmt okkar heimildum þá geta þeir bara flutt hann út, tekið af honum hjólastólinn og skilið hann eftir á flugvellinum. Þau hafa engar skyldur gagnvart honum þegar hann er kominn til Spánar. Hann er algjörlega á ábyrgð yfirvalda á Spáni,“ segir Stefán. „Þetta er það sem við hjá duchenne-samtökunum höfum áhyggjur af, erum við að senda barn með fötlun til Spánar sem fer á götuna?“

Hvað er þá í lagi?

Stuðningsfólk Yazans kallar sig Vini Yazans og hefur hópurinn ítrekað komið saman og mótmælt fyrirhuguðum brottflutningi, yfir 600 manns síðdegis á þriðjudag. Það virðist þó ekki hafa haft áhrif á stjórnvöld og afstöðu þeirra til hælisumsóknar Yazans enn sem komið er.

Finnst þér stjórnvöld vera að hlusta? 

„Ég held að þegar fólk segir að það geti ekki gert neitt þá er það ærandi þögn. Þetta er fullkomið aðgerðaleysi stjórnmálamanna, enginn getur gert neitt eða gerir neitt,“ segir Stefán. „Maður verður svolítið hugsi yfir þessu, finnst okkur bara í lagi að senda barn með fötlun út á guð og gaddinn? Hvað er þá næst í lagi?“

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Nú finnst örugglega einhverjum að ég taki stórt upp í mig og sé kannski ósmekklegur en ég læt spurninguna vaða. Hvenær tókum við aftur upp dauðarefsingu? Því það er það sem við erum að gera þessu barni.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Aðgerðarleysi stjórnmálamanna lýsir sér á flestum sviðum.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
4
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu