Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

5,5 milljarðar í tekjur „alveg hræðilegt“

Skattakóng­ur síð­asta árs var með rúma 5,5 millj­arða í heild­ar­tekj­ur. Heim­ild­in fékk fólk á förn­um vegi til að giska á upp­hæð­ina og voru svör­in allt frá nokkr­um millj­ón­um upp í „ein­hverja millj­arða“. All­ur gang­ur er á því hvort fólk vilji vera hluti af tekju­hæsta pró­senti lands­ins.

TekjurGuðrún Hafberg hefur enga þörf fyrir að tilheyra tekjuhæsta eina prósenti landsins.

Guðrún Hafberg 

Hversu háar heldur þú að hæstu heildartekjur ársins 2023 hafi verið? 

„Ég hef ekki hugmynd um það. Maður er búinn að heyra einhverjar gígantískar tölur og ég legg þær ekki á minnið því mér er nákvæmlega sama. Ég á ekki þessa peninga og ég veit að spillingin er það mikil að við getum ekki breytt þessu.“  

Hæstu heildartekjur síðasta árs voru rúmar 5,5 milljarðar. Hvað finnst þér um það? 

„Það er svo margt á bak við þetta.“

Hvað ert þú með í tekjur? 

„Það er mjög lítið, ég er ellilífeyrisþegi.“  

Værir þú til í að vera hluti af tekjuhæsta prósenti landsmanna? 

„Ég hef ekki þörf fyrir það.“

Hver væru þín draumamánaðarlaun? 

„Sko fyrir svona venjulegan Jón þá er voða gott að vera með 5–600 þúsund.“

Hefur það fíntDorothea Margrét Högnadóttir væri til í að geta farið þrisvar sinnum til útlanda á ári, annars hefur hún það fínt.

Dorothea Margrét Högnadóttir

Hversu háar heldur þú að hæstu heildartekjur ársins 2023 hafi verið? 

„100 milljónir?“

Ef ég segi þér að það eru 5,5 milljarðar, hvað finnst þér um það? 

„Mér finnst það alveg bara hræðilegt.“

Hvað ert þú með í tekjur? 

„Í heildina yfir árið? Ætli ég sé ekki með svona sex, sjö milljónir.“ 

Værir þú til í að vera hluti af tekjuhæsta prósenti landsmanna? 

„Nei, það myndi ég ekki vilja.“

Hver væru þín draumamánaðarlaun? 

„Ja, ætli það væri ekki þau að ég gæti farið svona þrisvar til útlanda á ári, eitthvað svoleiðis, annars hef ég það fínt.“

Til í hátekjulistannLilja Hrund Stefánsdóttir og Þórey Lilja Finnbjörnsdóttir væru til í að vera á hátekjulistanum. „Klárlega.“

Lilja Hrund Stefánsdóttir og Þórey Lilja Finnbjörnsdóttir

Hversu háar haldið þið að hæstu heildartekjur ársins 2023 hafi verið? 

Þórey: „Ég var að skoða þetta eitthvað í gær, ég man ekki hver talan var.“

Lilja: „Svona … milljarður?“

Þórey: „Nei, ég myndi segja alveg nokkrar milljónir, alveg örugglega svona 50 milljónir eða eitthvað.“

Hæstu heildartekjur einstaklings voru 5,5 milljarðar. Hvað finnst ykkur um það? 

Lilja: „Mér finnst það bara rosalegt. Galið.“

Þórey: „Mjög mikið.“

Hvað eruð þið með í tekjur?

Lilja: „Ég vinn nú bara á sumrin, ég myndi segja 200–300 þúsund.“

Þórey: „500 þúsund, eitthvað svoleiðis.“

Væruð þið til í að vera hluti af tekjuhæsta prósenti landsmanna? 

Lilja: „Já.“

Þórey: „Já, klárlega.“

Hver væru ykkar draumamánaðarlaun? 

Lilja: „Svona í kringum milljón, kannski aðeins meira.“

Þórey: „Ég myndi segja svona tvær milljónir á mánuði, eitthvað svoleiðis.“

Hálf milljónIngunn Eva Helgadóttir væri til í að vera með hálfa milljón á mánuði.

Ingunn Eva Helgadóttir

Hversu háar heldur þú að hæstu heildartekjur ársins 2023 hafi verið? 

„Ég veit það ekki, ég er rosalega lítið inn í svona. Einhverjir milljarðar?“

5,5 milljarðar. Hvað finnst þér um það? 

„Það er svolítið mikið.“

Hvað ert þú með í tekjur? 

„Það fer rosalega eftir ... ég er bara í hlutastarfi eins og er. Á þessu ári, sirka ein og hálf.“

Værir þú til í að vera hluti af tekjuhæsta prósenti landsmanna? 

„Það væri mjög fínt, að hafa nóg fyrir öllu.“

Hver væru þín draumamánaðarlaun? 

„Ég bara er ekki alveg viss, eins og er væri geggjað að fá hálfa milljón á mánuði.“

Hér er hægt að skoða hátekjulista Heimildarinnar 2024 í heild sinni þar sem finna má upplýsingar um 3.445 tekjuhæstu Íslendingana.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hátekjulistinn 2024

Hátekjulistinn og kvótinn
Indriði Þorláksson
AðsentHátekjulistinn 2024

Indriði Þorláksson

Há­tekju­list­inn og kvót­inn

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru flest að formi til í eigu eign­ar­halds­fé­laga en eru ekki skráð beint á raun­veru­lega eig­end­ur. Megin­á­stæð­an er skatta­legt hag­ræði sem slík­um fé­lög­um er bú­ið og hef­ur ver­ið auk­ið á síð­ustu ára­tug­um. En tekju­verð­mæti hvers hund­raðs­hluta af kvót­an­um er nærri hálf­ur millj­arð­ur króna á ári.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár