Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Peningar eru eins og fíkniefni

Að eiga of mik­ið af pen­ing­um lík­ir Bubbi Mort­hens við fyrsta skipt­ið sem hann tók kókaín. Til­finn­ing­in var ólýs­an­leg en kom aldrei aft­ur. „Þetta er sú til­finn­ing sem fólk verð­ur fyr­ir þeg­ar það eign­ast fyrstu 100 millj­ón­irn­ar og svo er aldrei nóg.“ Pen­ing­ar sem slík­ir hafa kennt hon­um að það er enga ham­ingju að finna í of mik­ið af pen­ing­um.

Peningar eru eins og fíkniefni
Heilsan og börnin mesti auðurinn Börnin eru mestu auðæfi Bubba Morthens. „Það væri hrikalegt ef fólk svaraði einhverju öðru, peningar eða brennivín, en það er alveg hellingur af svoleiðis fólki til. Svo get ég þess vegna sagt dugnaðurinn minn, gjöfin sem ég fékk og fæddist með, að búa til tónlist og hvað ég er mikill do-er. En kjarninn er bara þetta: Minn stærsti auður er börnin mín. Og heilsan.“ Mynd: Golli

Æ, djöfull,“ segir Bubbi Morthens þegar blaðamaður tjáir honum að hann er ekki á meðal tekjuhæstu 1% Íslendinganna sem hátekjulisti Heimildarinnar 2024 nær yfir. En hann er bara að grínast, hann hefur engan áhuga á að vera á þessum lista.

„Þetta var kaldhæðni. Peningar eru alveg eins og fíkniefni. Þegar þú ert kominn á þann stað að peningar skipta öllu máli, þá bara verði þér að góðu, þá ertu staddur í einhvers konar helvíti þó að þú haldir að þú sért staddur í einhverju öðru. Mér sýnist að þeir sem eiga mestu peningana í landinu glími við hluti sem ég er rosa feginn að þurfa ekki að glíma við og ég held að allir landsmenn ættu að vera það líka.“

„Að því sögðu þá held ég að virði hlutanna sé bara þetta: Að börnin þín séu heilbrigð, að þú sért elskaður og elskar, að þú sért laus við veikindi og sjúkdóma og þú sért hamingjusamur í vinnunni þinni. Þetta er það eina sem skiptir máli.“

„Þeir sem eiga mestu peningana í landinu glíma við hluti sem ég er rosa feginn að þurfa ekki að glíma við.“

En Bubbi gerir sér grein fyrir að peningar eru óhjákvæmilegir til að komast af í samfélaginu. „En þeir geta líka verið böl. Við þurfum öll pening til að borga skuldir og borga mat og til að  geta klætt börnin okkar og jafnvel haft það mikið milli handanna að við erum ekki svefnvana út af því að við eigum ekki fyrir mat eða skuldum. Það er það sem í rauninni allir ættu að vera, á þeim stað að það væri þannig að þau væru með góð laun. Þannig ætti þetta að vera.“

Varð aldrei var við fátæktina sem barn 

Bubbi er staðráðinn í að peningar hafi ekki kennt honum neitt. Við nánari umhugsun hefur hann þó dregið einn lærdóm. „Eina sem peningar gera er að þeir geta hjálpað þér við að losna úr einhverri skuld. En peningar sem slíkir hafa kennt mér það að það er enga hamingju að finna í of mikið af peningum.“

Á lífsleiðinni hefur Bubbi bæði upplifað fátækt og auðlegð. Það er lærdómsríkt. „Þegar ég á peninga er ég ekki með afkomukvíða yfir heimilinu, ég er ekki með afkomukvíða í sambandi við börnin mín, að ég geti ekki klætt þau og leyft þeim að stunda tómstundir og eiga mat og föt. Þar liggur munurinn, en hann liggur ekki í þessum gildum. Ég ólst upp við gríðarlega fátækt og alkóhólisma en inni í þessu mengi var alltaf hamingja og ákveðin frelsistilfinning sem við fengum í uppeldinu, bræðurnir, frá móður okkar. Við urðum aldrei varir við, ég held að börn aðlagi sig að öllu, ég varð aldrei var við að ég væri að alast upp við fátækt. Ég upplifði alltaf að við ættum allt, en svo var sannarlega ekki.“

Hamingjan felst ekki í peningumPeningar hafa aðeins kennt Bubba Morthens eitt: Það er enga hamingju að finna í of mikið af peningum.

„Þetta er bara fíkn“

Bubbi líkir peningum við fíkniefni. Það er auðvelt að verða háður peningum rétt eins og fíkniefnum. Það þekkir hann af eigin raun. „Þetta er snúið. Ég man þegar ég tók kókaín í fyrsta skipti, hún var rosaleg sú upplifun. Alveg rosaleg. Hún var ólýsanleg. Hún kom aldrei aftur en ég var alltaf að leita að þessari tilfinningu. Því meira sem ég mokaði í nefið á mér, því neðar fór ég. Því meira skaðaði ég mig.“ Þessari upplifun má vel líkja við það að verða háður peningum. „Þetta er það sem fólk sem er háð peningum upplifir, þetta er sú tilfinning sem það verður fyrir þegar það eignast fyrstu 100 milljónirnar og svo er aldrei nóg. Og verður aldrei nóg. Það mun aldrei verða nóg ef þetta er fókusinn.“

„Því meira sem ég mokaði í nefið á mér, því neðar fór ég. Því meira skaðaði ég mig.“

Peningar eru fíkn. „Þú ert háður, eins og fíkill, þetta er bara fíkn. Það sem gerist líka við þessar aðstæður er að fólk tapar siðferði. Í rauninni verður framheilinn fyrir skaða, eins og kókaínið skaðar framheilann, þetta hef ég lesið, að þeir sem eru komnir í þessa stöðu og eru að græða, þetta herjar á sömu stöðvar heilans og kókaín og veldur sömu tilfinningu. Ég get lofað þér því að ef þú kemur að kókaínfíkli sem er með eitthvert efni og þú segir: „Gefðu mér helminginn.“ Hann myndi frekar skjóta þig í hausinn heldur en að láta þig fá það.“

Bubbi greiðir glaður sína skatta. Öll eigum við að greiða skatta í hlutfalli við tekjur. En tekjuhæsta eitt prósent Íslendinga mætti vel greiða hærri skatta. „Er eitthvað að því að segja: „Heyrðu, við viljum að þið borgið 70 prósent og þið ættuð glöð að gera það,“ segir Bubbi og nefnir erlend fordæmi í Bandaríkjunum á borð við Bill Gates og Jeff Bezos. „Vá, hvað það væri stórkostlegt,“ svarar Bubbi, aðspurður hvort skattakóngar og -drottningar Íslands ættu að gera slíkt hið sama. „Það væri algjörlega geggjað.“

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " En tekjuhæsta eitt prósent Íslendinga mætti vel greiða hærri skatta"
    Tekjuhæsta prósentið er yfirleitt í þeirri stöðu að það getur valið um að greiða sér laun sem fjármagnstekjur og borga af þeim 22% skatt eða sem atvinnutekjur sem bera 46.25% skatt.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Það sem ég hef lært

Mest lesið

Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
1
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
2
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
4
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár