Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Peningar eru eins og fíkniefni

Að eiga of mik­ið af pen­ing­um lík­ir Bubbi Mort­hens við fyrsta skipt­ið sem hann tók kókaín. Til­finn­ing­in var ólýs­an­leg en kom aldrei aft­ur. „Þetta er sú til­finn­ing sem fólk verð­ur fyr­ir þeg­ar það eign­ast fyrstu 100 millj­ón­irn­ar og svo er aldrei nóg.“ Pen­ing­ar sem slík­ir hafa kennt hon­um að það er enga ham­ingju að finna í of mik­ið af pen­ing­um.

Peningar eru eins og fíkniefni
Heilsan og börnin mesti auðurinn Börnin eru mestu auðæfi Bubba Morthens. „Það væri hrikalegt ef fólk svaraði einhverju öðru, peningar eða brennivín, en það er alveg hellingur af svoleiðis fólki til. Svo get ég þess vegna sagt dugnaðurinn minn, gjöfin sem ég fékk og fæddist með, að búa til tónlist og hvað ég er mikill do-er. En kjarninn er bara þetta: Minn stærsti auður er börnin mín. Og heilsan.“ Mynd: Golli

Æ, djöfull,“ segir Bubbi Morthens þegar blaðamaður tjáir honum að hann er ekki á meðal tekjuhæstu 1% Íslendinganna sem hátekjulisti Heimildarinnar 2024 nær yfir. En hann er bara að grínast, hann hefur engan áhuga á að vera á þessum lista.

„Þetta var kaldhæðni. Peningar eru alveg eins og fíkniefni. Þegar þú ert kominn á þann stað að peningar skipta öllu máli, þá bara verði þér að góðu, þá ertu staddur í einhvers konar helvíti þó að þú haldir að þú sért staddur í einhverju öðru. Mér sýnist að þeir sem eiga mestu peningana í landinu glími við hluti sem ég er rosa feginn að þurfa ekki að glíma við og ég held að allir landsmenn ættu að vera það líka.“

„Að því sögðu þá held ég að virði hlutanna sé bara þetta: Að börnin þín séu heilbrigð, að þú sért elskaður og elskar, að þú sért laus við veikindi og sjúkdóma og þú sért hamingjusamur í vinnunni þinni. Þetta er það eina sem skiptir máli.“

„Þeir sem eiga mestu peningana í landinu glíma við hluti sem ég er rosa feginn að þurfa ekki að glíma við.“

En Bubbi gerir sér grein fyrir að peningar eru óhjákvæmilegir til að komast af í samfélaginu. „En þeir geta líka verið böl. Við þurfum öll pening til að borga skuldir og borga mat og til að  geta klætt börnin okkar og jafnvel haft það mikið milli handanna að við erum ekki svefnvana út af því að við eigum ekki fyrir mat eða skuldum. Það er það sem í rauninni allir ættu að vera, á þeim stað að það væri þannig að þau væru með góð laun. Þannig ætti þetta að vera.“

Varð aldrei var við fátæktina sem barn 

Bubbi er staðráðinn í að peningar hafi ekki kennt honum neitt. Við nánari umhugsun hefur hann þó dregið einn lærdóm. „Eina sem peningar gera er að þeir geta hjálpað þér við að losna úr einhverri skuld. En peningar sem slíkir hafa kennt mér það að það er enga hamingju að finna í of mikið af peningum.“

Á lífsleiðinni hefur Bubbi bæði upplifað fátækt og auðlegð. Það er lærdómsríkt. „Þegar ég á peninga er ég ekki með afkomukvíða yfir heimilinu, ég er ekki með afkomukvíða í sambandi við börnin mín, að ég geti ekki klætt þau og leyft þeim að stunda tómstundir og eiga mat og föt. Þar liggur munurinn, en hann liggur ekki í þessum gildum. Ég ólst upp við gríðarlega fátækt og alkóhólisma en inni í þessu mengi var alltaf hamingja og ákveðin frelsistilfinning sem við fengum í uppeldinu, bræðurnir, frá móður okkar. Við urðum aldrei varir við, ég held að börn aðlagi sig að öllu, ég varð aldrei var við að ég væri að alast upp við fátækt. Ég upplifði alltaf að við ættum allt, en svo var sannarlega ekki.“

Hamingjan felst ekki í peningumPeningar hafa aðeins kennt Bubba Morthens eitt: Það er enga hamingju að finna í of mikið af peningum.

„Þetta er bara fíkn“

Bubbi líkir peningum við fíkniefni. Það er auðvelt að verða háður peningum rétt eins og fíkniefnum. Það þekkir hann af eigin raun. „Þetta er snúið. Ég man þegar ég tók kókaín í fyrsta skipti, hún var rosaleg sú upplifun. Alveg rosaleg. Hún var ólýsanleg. Hún kom aldrei aftur en ég var alltaf að leita að þessari tilfinningu. Því meira sem ég mokaði í nefið á mér, því neðar fór ég. Því meira skaðaði ég mig.“ Þessari upplifun má vel líkja við það að verða háður peningum. „Þetta er það sem fólk sem er háð peningum upplifir, þetta er sú tilfinning sem það verður fyrir þegar það eignast fyrstu 100 milljónirnar og svo er aldrei nóg. Og verður aldrei nóg. Það mun aldrei verða nóg ef þetta er fókusinn.“

„Því meira sem ég mokaði í nefið á mér, því neðar fór ég. Því meira skaðaði ég mig.“

Peningar eru fíkn. „Þú ert háður, eins og fíkill, þetta er bara fíkn. Það sem gerist líka við þessar aðstæður er að fólk tapar siðferði. Í rauninni verður framheilinn fyrir skaða, eins og kókaínið skaðar framheilann, þetta hef ég lesið, að þeir sem eru komnir í þessa stöðu og eru að græða, þetta herjar á sömu stöðvar heilans og kókaín og veldur sömu tilfinningu. Ég get lofað þér því að ef þú kemur að kókaínfíkli sem er með eitthvert efni og þú segir: „Gefðu mér helminginn.“ Hann myndi frekar skjóta þig í hausinn heldur en að láta þig fá það.“

Bubbi greiðir glaður sína skatta. Öll eigum við að greiða skatta í hlutfalli við tekjur. En tekjuhæsta eitt prósent Íslendinga mætti vel greiða hærri skatta. „Er eitthvað að því að segja: „Heyrðu, við viljum að þið borgið 70 prósent og þið ættuð glöð að gera það,“ segir Bubbi og nefnir erlend fordæmi í Bandaríkjunum á borð við Bill Gates og Jeff Bezos. „Vá, hvað það væri stórkostlegt,“ svarar Bubbi, aðspurður hvort skattakóngar og -drottningar Íslands ættu að gera slíkt hið sama. „Það væri algjörlega geggjað.“

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    " En tekjuhæsta eitt prósent Íslendinga mætti vel greiða hærri skatta"
    Tekjuhæsta prósentið er yfirleitt í þeirri stöðu að það getur valið um að greiða sér laun sem fjármagnstekjur og borga af þeim 22% skatt eða sem atvinnutekjur sem bera 46.25% skatt.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Það sem ég hef lært

Að láta drauma rætast þrátt fyrir hindranirnar
Fida Abu Libdeh
Það sem ég hef lært

Fida Abu Libdeh

Að láta drauma ræt­ast þrátt fyr­ir hindr­an­irn­ar

Fida Abu Li­bdeh hef­ur lært að mis­tök eru ekki ósigr­ar held­ur tæki­færi til að vaxa og bæta sig. Hún hef­ur líka lært að treysta á inn­sæ­ið, aldrei hætta að tala fyr­ir því sem hún brenn­ur fyr­ir og að mað­ur þarf ekki að vera full­kom­inn til að ná ár­angri. „Við þurf­um bara að vera stað­föst og halda áfram að berj­ast fyr­ir rétt­læti.“

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
4
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár