„Hvernig nær fólk endum saman í þessu landi?“ spyr Gígja Skúladóttir, hjúkrunarfræðingur og sjálfstæður atvinnurekandi, í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni.
Tilefni færslunnar er sú að á síðustu mánaðamótum tvöfölduðust mánaðarlegar afborganir af húsnæðisláni Gígju. Síðastliðinn júní losnuðu vextir af óverðtryggðu láni hennar. Á einni svipan hækkuðu mánaðarlegar afborganir hennar úr 169 þúsund krónum á mánuði í rúmar 335 þúsund krónur.
Breytingin gerir það að verkum að Gígja stendur eftir með lítið fé á milli handanna til þess að eyða í grunn nauðsynjar eins og mat og rekstur á bíl. Samtals er mánaðarleg greiðlsubyrði Gígju í kringum 530 til 560 þúsund krónur.
„Hvernig fer venjulegt fólk af því að lifa á Íslandi þegar grunnþarfirnar eru svona kostnaðarsamar? Ég skil ekki af hverju það er ekki allt brjálað, hvernig getur seðlabankastjórinn réttlætt þessar aðgerðir og þjóðin bara samþykkt þær og borgað hundruð þúsunda aukalega á mánuði?“ skrifar Gígja.
Athugasemdir