Sunna Gunnlaugs djasspíanóleikari skrifaði í vikunni færslu á Facebook þar sem hún tjáði sig um feðraveldi, forréttindafrekju og karlrembu innan íslensku djasssenunnar. Lýsti hún því að eftir slæma reynslu hefði hún dregið sig út úr senunni til að forðast þá sem hún kallar „tilkarla“.
Sunna tók dæmi um einn ónafngreindan karl sem hún segir að hafi sýnt sér frekju og karlrembu. Maðurinn var hvergi nafngreindur en fljótlega kom í ljós að um væri að ræða tónlistarmanninn Einar Scheving þegar hann svaraði Sunnu með langri færslu á Facebook-síðu sinni. Þar þvertók hann fyrir að hann hefði gerst sekur um karlrembu og kallaði ummæli Sunnu rætna persónuárás.
Sunna tekur fram í samtali við Heimildina að hún hafi ekki ætlað sér að þetta færi út í einhverjar persónuárásir. „Heldur vil ég sjá fólk sýna betri framkomu og leggja sitt af mörkum til að allir á senunni geti blómstrað. Stundum þýðir það að maður …
Athugasemdir