Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir

Vísitala neysluverðs í júlí 2024 er 644,2 stig, sem er 0,46% hækkun frá því í síðasta mánuði. Að húsnæði undanskildu er hækkunin 0,45%. Þettta segir í tilkynningu frá Hagstofu Íslands. 

Tólf mánaða verðbólga mælist nú 6,3%, í síðasta mánuði var hún 5,8%. Þetta er meiri hækkun en búist var við. Hagfræðideildir Landsbankans og Íslandsbanka höfðu spáð því að verðbólgan yrði 5,9% í þessum mánuði. Hækkun verðbólgu kemur vonum um að stýrivaxtalækkanir muni eiga sér stað á þessu ári í uppnám.

Verðlagshækkun varð á matvörum, kostnaðar vegna búsetu í eigin húsnæði og fluggjöldum til útlanda. Hækkunin var langmest í síðasta liðnum, eða 16,5%. Vega þessar hækkanir upp á móti verðlækkunum á vörum á borð við föt og skó sem rekja má til sumarútsalna sem eru víða í gangi um þessar mundir. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VE
    Valgerður Eiríksdóttir skrifaði
    Vísitala neysluverðs miðað við verðlag í júlí er 633,2, ekki 644,2. (https://hagstofa.is/utgafur/frettasafn/verdlag/visitala-neysluverds-i-juli-2024/).
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Og hvað leiddi til þessarar hækkana? Jú háir vextir seðlabanka og nú a að kæfa eldinn með meiri bensíni. Brilljant rugl .
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár