Þessi grein birtist fyrir rúmlega 9 mánuðum.

Hrópað á skipuleggjendur Druslugöngunnar

Druslu­gang­an fer fram í tólfta sinn á laug­ar­dag en skipu­leggj­andi seg­ist skynja bak­slag í sam­fé­lag­inu. Nei­kvæð komm­ent á sam­fé­lags­miðl­um og ógn­andi sam­skipti séu til marks um það.

Hrópað á skipuleggjendur Druslugöngunnar
Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skipuleggjandi Druslugöngunnar segir mikilvægt að halda áfram þegar málstaðurinn er ekki í tísku. Mynd: Anoop A Nair

„Við erum að reyna að höfða til grunngilda Druslugöngunnar því við finnum aðeins meira bakslag en í fyrra og í hitteðfyrra,“ segir Lísa Margrét Gunnarsdóttir, ein skipuleggjenda Druslugöngunnar.

„Það er meira um neikvæð viðbrögð við því sem við erum að gera. Venjulega hefur þetta verið mjög skemmtilegt og við fundið stuðning úr öllum áttum en við erum búin að finna fyrir aðeins meiri mótstöðu í ár.“

Druslugangan verður haldin í tólfta sinn í Reykjavík á laugardag. Gengið verður frá Hallgrímskirkju klukkan 14 á Austurvöll þar sem samstöðufundur með ræðuhöldum og lifandi tónlist fer fram.

Aðspurð um hvernig þetta mótlæti hafi lýst sér segir hún frá nýlegu atviki þar sem teymi Druslugöngunnar kynnti viðburðinn á göngum Kringlunnar. „Maður á þrítugsaldri vatt sér upp að einni í skipulagsteyminu, sem er kona á miðjum aldri, og hreytti framan í hana að hún gæti troðið dreifiblaðinu okkar upp í rassgatið á sér, alveg brjálaður,“ segir Lísa Margrét. „Ég hef aldrei lent í þannig áður. Við höfum smá áhyggjur af bakslagi meðal yngra fólks og erum búin að búa til TikTok reikning til að höfða til þeirra. Þar er búið að vera mikið um neikvæð komment.“

„Við höfum smá áhyggjur af bakslagi meðal yngra fólks“

Hún segir það til marks um mikilvægi þess að halda áfram baráttunni. „Meira að segja eitt kommentið var „klæðið ykkur sómasamlega, það ber vitni um sjálfsvirðingu“,“ segir hún. „Gangan byrjaði árið 2011 þegar lögreglumaður í Toronto sagði konum að klæða sig ekki eins og druslur svo þeim yrði ekki nauðgað. Og núna 2024 er þetta aftur orðin staðan þrátt fyrir mikla vitundarvakningu á Íslandi undanfarin ár.“

Dagur samstöðu þolenda

Lísa Margrét segir grunngildi göngunnar snúa að því að neita að samþykkja nauðgunarmenningu og háa tíðni kynferðisbrota í samfélaginu sem eðlilegan hluta samfélagsins. „Okkur finnst aldrei mikilvægara að ganga en þegar þetta er minna í tísku eða verið er að hrópa ókvæðisorð að okkur eða senda okkur ljót skilaboð og segja okkur að þegja,“ segir hún. „Þá finnst okkur enn mikilvægara að hafa hærra.“

„Okkur finnst aldrei mikilvægara að ganga en þegar þetta er minna í tísku“

Gangan er vettvangur fyrir þolendur kynferðisofbeldis og þau sem styðja vilji við málstað þeirra til að finna samstöðu, útskýrir Lísa Margrét. „Við tókum könnun eftir gönguna í fyrra um hvað Druslugangan þýddi fyrir fólki og það var yfirþyrmandi þetta svar; að þetta sé eini dagur ársins þar sem fólk veit að því er trúað, það finnst það ekki einmana og getur skilað skömminni.“

Í vikunni verða haldnir ýmsir viðburðir til upphitunar og fjáröflunar fyrir gönguna. Bingókvöld Druslugöngunnar fer fram á Loft kl. 20 í kvöld og á fimmtudag kl. 20 er Peppkvöld á Lemmy í Austurstræti.

Kjósa
40
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár