Nýlega benti ég á það í færslu á Facebook að í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu varðandi málefni aldraðra væru viðhafðar bíræfnar blekkingar og rangfærslur um frammistöðu ríkisstjórnarinnar í þeim efnum. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær, 11. júní með fyrirsögninni „Þinghlé nýtt í þágu eldra fólks“ er Diljá Mist Einarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, við það sama heygarðshorn og skrifar meðal annars:
„Ríkisstjórnin hefur lagt ríka áherslu á að bæta fjárhagsstöðu eldra fólks. Það hefur enda sýnt sig í því að kjör þessa hóps hafa batnað umtalsvert á starfstíma hennar. [...] Útgjöld ríkisins til málefna aldraðra hafa sömuleiðis aukist verulega á þessum tíma. Þannig hafa útgjöldin aukist um 25% að raunvirði frá árinu 2017 og um 91% frá árinu 2014.“
En er það virkilega rétt að kjör aldraðra hafi „batnað umtalsvert“ á starfstíma ríkisstjórnarinnar, sem hófst í lok nóvember 2017? – Er það þá bara einber bábilja hjá samtökum aldraðra að halda því fram að aldraðir hafi dregist aftur úr öðrum landsmönnum í kjörum á undanförnum árum; að stjórnvöld hafi svikist um að láta lífeyri þeirra fylgja launaþróun eins og lög kveða á um?
Skoðum þetta nánar útfrá eftirfarandi forsendum um breytingar frá 2017 til 2024 – starfstíma ríkisstjórnarinnar. Tölur um útgjöld ríkisins til málaflokksins eru teknar úr fyrrnefndri tilkynningu ráðuneytisins, aðrar tölur eru fengnar á vef Hagstofunnar:
- Útgjöldin á verðlagi 2024: Hækkun frá 94,2 mrð. í 117,9 mrð. eða um 25,2%
- Fjöldi aldraðra (70+) Fjölgun úr 31.712 í 40.894 eða um 29,0%
- Hækkun framfærsluvísitölu: 42,2%, hækkun launavísitölu: 63,1%.
- Þar af leiðir að kaupmáttaraukningin var 163,1/142,2 eða 14,7%.
Ef útgjöldin hefðu eingöngu átt að halda í við fjölgun aldraðra, hefðu þau þurft að fara í 121,5 milljarða árið 2024. En þau náðu ekki einu sinni því, þar vantaði 3,6 mrð. uppá. Og þá stendur enn útaf að uppfylla lagaskilyrðið um að upphæðir almannatrygginga skuli fylgja launa- og kaupmáttarþróun í landinu, en það þýðir að ofan á hækkun vegna fjölgunar aldraðra þarf að reikna hækkun sem nemur kaupmáttaraukningunni. Það dæmi lítur svona út: 121,5 mrð. x 1,147 = 139,3 milljarðar.
Það vantar sem sagt heila 21,4 milljarða í ár eða 18,2% upp á að útgjöld ríkisins til málefna aldraðra hafi haldið í við fjölgun aldraðra og launaþróun frá 2017!
Það blasir því við að það eru hrein öfugmæli að „ríkisstjórnin (hafi) lagt ríka áherslu á að bæta fjárhagsstöðu eldra fólks“ og að „kjör þessa hóps (hafi) batnað umtalsvert á starfstíma hennar...“
Hið rétta er að ríkisstjórnin hefur brugðist þessum hópi hrapallega. Svo virðist sem þessi mistök séu núna að renna upp fyrir stjórnarliðum í Sjálfstæðisflokknum, það styttist í kosningar og þeir eru farnir að reyna að klóra í bakkann, samanber tilkynningu forsætisráðuneytisins og grein Diljár Mistar.
– En hætt er við því að Diljá Mist endist ekki þinghléið til að kippa þessu í lag.
Fyrir utan að 22% skattur er lagður á vexti, en ekki bara raunvexti, þá koma þessir vextir, sem geta jafnvel verið neikvæðir raunvextir, til mikillar skerðingar á greiðslum frá Tryggingastofnun.
Hér getur verið um háar upphæðir að ræða sem getur ekki flokkast undir neitt annað en eignaupptöku hjá eldri borgurum af hálfu ríkisins.
Ég hef ekkert á móti því að eldri borgarar greiði skatta eins og aðrir né að þeir sæti skerðingum á lífeyri frá TR. En það er galið að ekki sé miðað við rauntekjur eða að veruleg upphæð sé skattfrjáls og án skerðinga.
Séreignalífeyrissparnaður er undanþeginn skerðingum og laun að hluta einnig. Hvers eiga aðrir að gjalda?
......➥➥➥ 𝘄𝘄𝘄.𝘇𝗶𝗻𝘁𝗰𝗼𝗶𝗻.𝗰𝗼𝗺
Hér er þessi snaggaralega ákvörðun:
Persónuafsláttur lífeyris- og eftirlaunaþega sem búsettir eru erlendis verður felldur niður 1. janúar 2025. Þetta kemur fram í 11. gr. laga nr. 849/154 þar sem gerð er breyting á 70. gr. laga um tekjuskatt nr. 90/2003. Var breytingin samþykkt á Alþingi 16. desember síðastliðinn.
Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Auk þess er lögð til breyting þess efnis að fella brott persónuafslátt til eftirlaunaþega og lífeyrisþega sem búsettir eru erlendis.“
ATH: Niðurfelling persónuafsláttar þeirra sem búsettir eru erlendis tekur ekki gildi fyrr en 1. janúar 2025 en í gildisákvæði 36. grein í lögum nr. 849/154 er tekið fram að lögin öðlist gildi 1. janúar 2024 nema a-liður 11. gr og 22. gr. sem öðlast gildi 1. janúar 2025.
Úr gömlu stjórnarskránni...
VII.
65. gr.
[Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.] 1)
1)L. 97/1995, 3. gr.
77. gr.
[Skattamálum skal skipað með lögum. Ekki má fela stjórnvöldum ákvörðun um hvort leggja skuli á skatt, breyta honum eða afnema hann.
Enginn skattur verður lagður á nema heimild hafi verið fyrir honum í lögum þegar þau atvik urðu sem ráða skattskyldu.] 1)
1)L. 97/1995, 15. gr.