Til stendur að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur birt áform um lagasetningu sem mun fella úr gildi lög um stofnunina í samráðsgátt stjórnvalda. Verkefni Bankasýslunnar munu í kjölfarið flytjast til fjármála- og efnahagsráðherra.
Ekki forsvaranlegt að starfrækja Bankasýsluna lengur
Í samráðsgátt segir til frekari upplýsinga að um litla stofnun með lágmarksstarfsemi sé að ræða. „Hún hefur að mestu lokið verkefnum sem henni var ætlað og ekki þykir forsvaranlegt að starfrækja hana lengur.“
Sama fyrirkomulag muni í framhaldinu verða á stýringu á eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum og almennt tíðkist um eignarhald ríkisfyrirtækja. Kveðið sé á um hlutverk fjármála- og efnahagsráðherra í þessum efnum í ákvæðum laga um opinber fjármál. Fyrirkomulag þetta sé í samræmi við það sem almennt tíðkist innan OECD.
Athugasemdir (4)